1608
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1608 (MDCVIII í rómverskum tölum) var hlaupár sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu eða föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu.
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 7. janúar - Öll hús inni í virkinu í Jamestown brunnu til grunna.
- 8. janúar - Hundrað landnemar komu til Jamestown í Virginíu með skipstjóranum Christopher Newport. Þar voru þá aðeins 38 eftirlifandi af upprunalegum stofnendum bæjarins.
- 17. janúar - Susenyos sigraði her órómóa við Ebenat.
- 23. janúar - Frakkland og Holland gerðu með sér varnarbandalag fyrir milligöngu Pierre Jeannin.
Febrúar
breyta- 6. febrúar - Gabríel Báthory varð einráður í Transylvaníu við afsögn Sigmundar Rákóczi.
Mars
breyta- 16. mars - Jesúítar fengu leyfi til að stofna trúboðsstöðvar í Paragvæ.
- 18. mars - Susenyos var krýndur Eþíópíukeisari í Axúm.
Apríl
breyta- 19. apríl - Bandalag Ungverjalands, Austurríkis og Moravíu setti fram kröfugerð með stuðningi Matthíasar, bróður Rúdolfs 2. keisara sem henni var beint gegn.
- 20. apríl - Viskýframleiðandinn Bushmills á Norður-Írlandi fékk leyfi til viskýframleiðslu frá Jakobi Englandskonungi
- 24. apríl - Kristján 4. boðaði að allar byggingar þýskra kaupmanna á konungsjörðum eða kirkjujörðum skyldu rifnar til grunna.
Maí
breyta- 6. maí - Robert Cecil varð fjármálaráðherra og helsti ráðgjafi Jakobs Englandskonungs.
- 14. maí - Mótmælendasambandið var stofnað í Auhausen í Þýskalandi.
Júní
breyta- 25. júní - Rúdolf keisari neyddist til að láta Matthíasi bróður sínum eftir Ungverjaland, Austurríki og Moravíu.
- Júní - Svíar unnu Dünamünde, Koknese og Fellin frá Pólsk-litháíska samveldinu.
Júlí
breyta- 3. júlí - Samuel de Champlain stofnaði borgina Quebec í Kanada.
- 18. júlí - Jóhann Sigmundur varð kjörfursti í Brandenborg við lát föður síns.
- 25. júlí - Rússland og Pólsk-litháíska samveldið gerðu með sér vopnahlé í þrjú ár og ellefu mánuði.
Ágúst
breyta- 24. ágúst - Fyrsti opinberi fulltrúi Bretlands steig á land við Surat á Indlandi.
- Ágúst - Sjö þúsund pólskir riddarar voru sendir falska Dímítríj 2. til fulltingis.
September
breyta- 10. september - John Smith var kjörinn forseti bæjarráðsins í Jamestown.
- 11. september - Mórits af Nassá tók á móti fyrsta sendiherra Síams í Evrópu.
- 21. september - Háskólinn í Oviedo var stofnaður.
- 23. september - Umsátur pólska hersins um Þrenningarklaustur heilags Sergíusar hófst.
- September - Marina Mniszek hitti falska Dímítríj 2. í Túsjínó og sagðist þekkja þar aftur eiginmann sinn.
Október
breyta- 1. október - Sjötíu nýir landnemar bættust í hóp þeirra sem fyrir voru í Jamestown í Virginíu.
- 2. október - Hollenski linsusmiðurinn Hans Lippershey sýndi fyrsta sjónaukann í hollenska þinginu.
- 20. október - Toskana vann sigur á Tyrkjaveldi í orrustunni við Celidonio-höfða.
- 25. október - Rúdolf 2. lét Matthíasi bróður sínum eftir ungversku krúnuna vegna þrýstings frá stéttaþinginu.
Nóvember
breyta- 19. nóvember - Matthías var krýndur Ungverjalandskonungur í Presbourg.
Ódagsettir atburðir
breyta- Guðrún Þorsteinsdóttir úr Þingeyjarsýslu var brennd á báli fyrir að hafa soðið barn í grautarpotti.
- Spænskir hvalveiðimenn á þremur skipum komu á Strandir og rændu viðum og peningum.
- Þórdís Halldórsdóttir frá Sólheimum í Sæmundarhlíð ól barn eftir að hafa komið fram skírlífiseiði fimm mánuðum áður.
- Þriðji og síðasti morðbréfabæklingur Guðbrands Þorlákssonar kom út á Hólum.
- Enevold Kruse tók við af Jørgen Friis sem hirðstjóri í Noregi.
- William Shakespeare hóf starfsemi í Blackfriars-leikhúsinu í London.
Fædd
breyta- 28. janúar - Giovanni Alfonso Borelli, ítalskur lífeðlisfræðingur (d. 1679).
- 6. febrúar - António Vieira, portúgalskur rithöfundur (d. 1697).
- 13. júlí - Ferdinand 3. keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1657).
- 14. júlí - George Goring, enskur hermaður (d. 1657).
- 15. október - Evangelista Torricelli, ítalskur vísindamaður og stærðfræðingur (d. 1647).
- 23. nóvember - Francisco Manuel de Melo, portúgalskur rithöfundur (d. 1666).
- 6. desember - George Monck, enskur hermaður og stjórnmálamaður (d. 1670).
- 9. desember - John Milton, breskt skáld (d. 1674).
Ódagsett
breyta- Benedikt Pálsson, íslenskur bartskeri og klausturhaldari (d. 1664).
- Vigfús Gíslason, íslenskur sýslumaður (d. 1647).
- Thomas Fuller, enskur sagnaritari (d. 1661).
- Evdoxía Stresjnjeva, önnur eiginkona Mikaels Rómanovs Rússakeisara.
Dáin
breyta- 27. febrúar - John Still, enskur biskup (f. um 1543).
- 12. mars - Kōriki Kiyonaga, japanskur herforingi (f. 1530).
- 8. apríl - Þórður Guðmundsson, íslenskur lögmaður (f. 1524).
- 19. apríl - Thomas Sackville, enskur stjórnmálamaður (f. 1536).
- 19. júní - Alberico Gentili, ítalskur lögfræðingur (f. 1552).
- 18. júlí - Jóakim 3. Friðrik, kjörfursti í Brandenborg (f. 1546).
- 13. ágúst - Giambologna, ítalskur listamaður (f. 1529).
- 11. október - Giovanni Ambrogio Figino, ítalskur listmálari.
- Guðrún Þorsteinsdóttir, 48 ára vinnukona frá Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu, tekin af lífi, á báli, fyrir barnsmorð.
- Bjarni Hildibrandsson tekinn af lífi á Alþingi fyrir blóðskömm, n.t.t. að hafa „fallið með systrum“.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Upplýsingar um aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, þá ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.
Ódagsett
breytaTenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1608.