1628
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1628 (MDCXXVIII í rómverskum tölum) var 28. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en þriðjudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 12. janúar - Sænska ríkisráðið gaf Gústaf 2. Adolf fulla heimild til að taka þátt í Þrjátíu ára stríðinu.
- 1. mars - Karl 1. Englandskonungur hóf að innheimta skipaskatt af öllum bæjum í Englandi án heimildar þingsins.
- 16. maí - Þorlákur Skúlason var vígður Hólabiskup.
- 24. júní - Danmörk og Svíþjóð gerðu með sér bandalag til að aflétta umsátri keisarahersins um Stralsund.
- 10. ágúst - Sænska galíonið Vasa sökk í jómfrúrferð sinni í höfninni í Stokkhólmi.
- 23. ágúst - John Felton myrti Buckingham hertoga.
- 6. september - Púrítanar hófu að setjast að í Salem sem síðar varð hluti af Massachusettsflóanýlendunni.
- 28. október - Umsátrinu um La Rochelle lauk með uppgjöf húgenotta.
Ódagsettir atburðir
breyta- Karl 1. Englandskonungur kallaði breska þingið aftur saman.
- William Harvey gaf út rit sitt um blóðrásina Exercitatio Anatomica de Motu Cordis et Sanguinis in Animalibus.
- Sja Jahan varð Mógúlkeisari.
- Ole Worm fékk Ormsbók Snorra-Eddu frá Arngrími lærða.
- Oliver Cromwell tók sæti á breska þinginu fyrir Huntingdon.
Fædd
breyta- 12. janúar - Charles Perrault, franskur rithöfundur (d. 1703).
- 10. mars - Marcello Malpighi, ítalskur læknir (d. 1694).
- 11. júlí - Tokugawa Mitsukuni, sjógun (d. 1701).
- 28. nóvember - John Bunyan, enskur rithöfundur (d. 1688).