Karólína Lárusdóttir
Karólína Lárusdóttir Roberts (12. mars 1944 – 7. febrúar 2019) var íslenskur myndlistamaður, þekkt fyrir myndir sínar af mannlífinu á Hótel Borg á árum áður og sömuleiðis af farþegum og starfsfólki um borð í MS Gullfossi.
Karólina nam myndlist í Englandi, nánar tiltekið í Sir John Cass College á árunum 1964 til 1965. Að því lokinu stundaði hún nám við Ruskin School of art í Oxford. Þaðan útskrifaðist hún árið 1967. Karólína hefur búið og starfað í Bretlandi frá því hún fór út til náms.
Karólína varð félagi í Hinu konunglega félagi breskra vatnslitamálara, The Royal Watercolor Society, árið 1992. Hún er einnig félagi í The New Art Club og Royal Society of Painter-Printmakers frá árinu 1986. Karólína hefur unnið til fjölda verðlauna og má þar nefna The Dicks and Greenbury 1989, The 4th Triennale Mondiale D’Estampes Petit Format í Frakklandi 1990 og bjartsýnisverðlaun Brøstes 1997.