Peder Schumacher Griffenfeld

Peder Schumacher Griffenfeld (24. ágúst 163512. mars 1699) var danskur stjórnmálamaður og ríkiskanslari Danmerkur frá 1673 til 1676. Hann hóf störf sem bókavörður og skjalavörður Friðriks 3. 1663 og varð brátt eins konar ríkisritari. Sem slíkur átti hann þátt í að semja Konungslögin um einveldið 1665. 1666 varð hann ritari við Kansellíið og 1668 skipaður kansellíráð. 1669 varð hann dómari við hæstarétt. Eftir krýningu Kristjáns 5. varð hann stöðugt valdameiri. 1671 var hann aðlaður og 1673 fékk hann titilinn greifi af Griffenfeld um leið og hann var skipaður ríkiskanslari. Ýmis atvik urðu til þess að hann féll í ónáð þegar Skánarstríðið stóð sem hæst og hann var fangelsaður og dæmdur fyrir landráð 1676. Dauðadómi var breytt í lífstíðarfangelsi. 1698 fékk hann leyfi konungs til að setjast að í Þrándheimi þar sem hann lést ári síðar.

Griffenfeld
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.