Atli Magnússon

Íslenskur rithöfundur og þýðandi

Atli Magnússon (fæddur 26. júlí 1944, dáinn 14. júní 2019) var íslenskur rithöfundur og mikilvirkur þýðandi. Atli þýddi fjölda bóka sem teljst til heimsbókmennta, eins og t.d. Meistara Jim og Nostromo eftir Joseph Conrad, Gatsby og Nóttin blíð eftir F. Scott Fitzgerald, Mrs. Dalloway eftir Virginiu Woolf, Hið rauða tákn hugprýðinnar eftir Stephen Crane og Fall konungs eftir Johannes V. Jensen.

Atli starfaði lengst af sem prófarkalesari á Þjóðviljanum og sem blaðamaður á Tímanum í yfir 20 ár. Hann ritstýrði einnig Sjómannablaðinu Víkingi um árabil og starfaði sem dagskrárfulltrúi á Ríkisútvarpinu.[1]

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Mbl.is, „Andlát: Atli Magnússon“, (skoðað 17. júní 2019)
   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.