Kurt Josef Waldheim (21. desember 1918 – 14. júní 2007) var austurrískur erindreki og stjórnmálamaður. Hann var aðalritari Sameinuðu þjóðanna frá 1972 til 1981 og forseti Austurríkis frá 1986 til 1992.

Kurt Waldheim
Kurt Waldheim árið 1981.
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
Í embætti
1. janúar 1972 – 31. desember 1981
ForveriU Thant
EftirmaðurJavier Pérez de Cuéllar
Forseti Austurríkis
Í embætti
8. júlí 1986 – 8. júlí 1992
KanslariFranz Vranitzky
ForveriRudolf Kirchschläger
EftirmaðurThomas Klestil
Persónulegar upplýsingar
Fæddur21. desember 1918
Sankt Andrä-Wördern, Austurríki
Látinn14. júní 2007 (88 ára) Vín, Austurríki
ÞjóðerniAusturrískur
StjórnmálaflokkurAusturríski þjóðarflokkurinn
MakiElisabeth Waldheim
BörnLieselotte, Gerhard, Christa
HáskóliDiplomatische Akademie Wien
AtvinnaLögfræðingur, erindreki
Undirskrift

Waldheim varð mjög umdeildur á forsetatíð sinni þegar í ljós kom að hann hafði tekið þátt í ýmsum aðgerðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni.[1] Þ. á m. kom upp á borðið að hann hefði verið foringi í birgðadeild þýska innrásarhersins í Júgóslavíu og hafi sem slíkur verið ábyrgur fyrir nauðungarflutningum á sextíu og átta þúsund manns úr héraðinu Kozara árið 1942.[2] Jafnframt hafi Waldheim verið sæmdur orðu af fasistasamtökum fyrir frammistöðu sína í stríðinu.[3]

Eftir að upplýsingar um nasistaferil Waldheim komu í ljós var honum meinað landvistarleyfi í Bandaríkjunum og ýmsum öðrum ríkjum. Hann bauð sig ekki fram í annað sinn þegar forsetatíð hans lauk árið 1992.

Tilvísanir

breyta
  1. Egill Helgason (30. apríl 1987). „Heimatilbúinn forseti dæmdur til að sitja heima“. Helgarpósturinn. bls. 14-15.
  2. „„Waldheim er sannur að sök". Þjóðviljinn. 30. apríl 1987. bls. 12.
  3. „Heiðraður af fasistasamtökum“. Alþýðublaðið. 16. júní 1987. bls. 4.


Fyrirrennari:
U Thant
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
(1. janúar 197231. desember 1981)
Eftirmaður:
Javier Pérez de Cuéllar
Fyrirrennari:
Rudolf Kirchschläger
Forseti Austurríkis
(8. júlí 19868. júlí 1992)
Eftirmaður:
Thomas Klestil