1698
ár
Árið 1698 (MDCXCVIII í rómverskum tölum) var 98. ár 17. aldar. Það hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu eða laugardegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breyta- 4. janúar - Whitehall-höll í Englandi eyðilagðist í eldi.
- 23. janúar - Georg Lúðvík af Hanóverætt varð kjörfursti af Hanóver.
- 18. júní - Patrick Gordon og Alexej Sjein börðu streltsíuppreisnina niður.
- 2. júlí - Enski verkfræðingurinn Thomas Savery fékk einkaleyfi fyrir nýrri gufuknúinni vatnsdælu.
- 5. september - Pétur mikli, Rússakeisari, lagði skatt á skegg, sem tilraun til að nútímavæða Rússland.
Ódagsettir atburðir
breyta- Jón Vídalín varð biskup í Skálholti.
- Hólmfastur Guðmundsson frá Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd var dæmdur til húðstrýkingar fyrir að hafa selt fisk til kaupmannsins í Keflavík.
- Drukknir Norðlendingar gerðu aðsúg að kaupmanninum á Akureyri.
- Isaac Newton reiknaði út hraða hljóðsins.
- Arabar frá Óman lögðu Mombasa og Sansibar undir sig og hröktu Portúgali þaðan.
Fædd
breyta- 13. janúar - Metastasio, ítalskt skáld (d. 1782).
- Febrúar - Colin Maclaurin, skoskur stærðfræðingur (d. 1746).
- 19. júlí - Johann Jakob Bodmer, svissneskur rithöfundur og gagnrýnandi (d. 1783).
- 24. desember - William Warburton, enskur gagnrýnandi og biskup (d. 1779).
Dáin
breyta- 16. mars - Leonora Christina Ulfeldt, dóttir Kristjáns 4..
- 15. maí - Marie Champmeslé, frönsk leikkona (f. 1642).
- 11. júní - Balthasar Bekker, hollenskur heimspekingur (f. 1634).
- júlí - Þorleifur Kortsson, lögmaður norðan og vestan.
- 18. júlí - Johann Heinrich Heidegger, svissneskur heimspekingur (f. 1633).
- 4. nóvember - Rasmus Bartholin, danskur náttúrufræðingur (f. 1625).
- Guðrúnu Oddsdóttur, vinnukonu, drekkt í Kópavogi vegna dulsmáls.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.