Dunkerque
sveitarfélag í Frakklandi
Dunkerque (hollenska: Duinkerke) er hafnarborg í Nord-héraði sem nú tilheyrir Frakklandi en var áður hluti af Flandri. Borgin er um tíu kílómetrum sunnan við landamæri Belgíu. Nafnið kemur úr vestur-flæmsku: duin, sem merkir sandalda, og kerke sem merkir kirkja.
Á 17. öld var Dunkerque bækistöð hinna svokölluðu Dúnkarka, flota sjóræningjaskipa, verslunarskipa og fiskiskipa sem barðist gegn flota Hollendinga í Áttatíu ára stríðinu og sem fiskuðu meðal annars á Íslandsmiðum.
26. maí til 4. júní 1940 fór þar fram orrustan um Dunkerque milli herja Þjóðverja og Breta og Frakka.
Tilvísanir
breyta
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Dunkerque.