1529
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1529 (MDXXIX í rómverskum tölum)
Atburðir
breyta- 12. apríl - Friðrik 1. Danakonungur skipaði Dietrich van Bramstedt hirðstjóra á Íslandi.
- Finnbogi Einarsson lét af ábótastörfum í Munkaþverárklaustri.
- Ari Jónsson var kjörinn lögmaður norðan og vestan, líklega rétt orðinn tvítugur, þrátt fyrir mótmæli Ögmundar Pálssonar Skálholtsbiskups og fleiri ráðamanna.
- Enskir duggarar sökktu skipi frá Hamborg á Eyjafirði.
Fædd
- (líklega) Vopna-Teitur Gíslason, bóndi í Auðsholti í Biskupstungum (d. eftir 1605).
Dáin
Erlendis
breyta- 19. apríl - Ríkisþing haldið í Speyer í Þýskalandi. Þar var samþykkt að afnema það litla trúfrelsi sem þegnarnir höfðu náð fram og banna nýju trúna með öllu. Það er talið vendipunktur siðaskiptanna því þar með hófst barátta mótmælenda.
- 22. apríl - Austurhveli jarðar skipt milli Spánar og Portúgals með Saragossasáttmálanum.
- 8. september - Her Tyrkjasoldáns náði borginni Buda í Ungverjalandi á sitt vald að nýju.
- 23. september - Tyrkir settust um Vínarborg.
- 15. október - Tyrkir gáfust upp á umsátrinu og hurfu frá Vínarborg.
Fædd
- 14. júní - Ferdínand 2., erkihertogi af Austurríki (d. 1595).
Dáin
- 2. febrúar - Baldassare Castiglione, ítalskur stjórnmálamaður og rithöfundur.