Garðar Gíslason (14. júní 187611. febrúar 1959) var íslenskur stórkaupmaður. Garðar er fæddur á Þverá í Fnjóskadal. Hann stofnaði verslun sína Garðar Gíslason hf. árið 1901. Garðar var einn athafnamesti kaupsýslumaður Íslands í mörg ár. Hann var lengi umboðsmaður bresks tryggingarfélags á Íslandi, The British Dominions General lnsurance Co. Garðar var fyrsti formaður Verzlunarráðs Íslands þegar það var upprunalega stofnað árið 1917 (í dag Viðskiptaráð Íslands). Hann sat einnig í fyrstu stjórn Eimskipafélags Íslands. Fyrri kona Garðars var Þóra Vigfúsdóttur og voru börn þeirra Þóra Briem, Bergur, Kristján og Margrét. Hann var tengdafaðir Halldórs H. Jónssonar.

Tenglar

breyta