Sandölduorrustan
Sandölduorrustan var orrusta milli Spánar og Frakklands, Hollands og Englands sem átti sér stað 14. júní nærri Dunkerque. Báðir herirnir voru undir stjórn frægra franskra herforingja, sá spænski undir Loðvík 2. Condé og sá franski/enski/hollenski undir stjórn Turennes. Orrustan var hluti af frönsku borgarastyrjöldinni Fronde og Stríði Englands og Spánar 1654-1660. Herdeildir úr New Model Army vöktu athygli í orrustunni fyrir einstaka þrautseigju þar sem þær börðust með her Turennes. Útlægir enskir konungssinnar börðust hins vegar með spænska hernum. Meðal þeirra var Jakob Stúart sem síðar varð Jakob 2. Englandskonungur.
Orrustunni lauk eftir tveggja stunda bardaga með sigri Frakka. Spænsku herirnir misstu um 6000 menn en þeir frönsku aðeins 400. Eftir orrustuna fékk Enska samveldið yfirráð yfir Dunkerque samkvæmt samkomulagi sem þeir höfðu gert við Mazarin kardinála. Sagt var að þennan dag hefði borgin verið spænsk að morgni, frönsk á hádegi og ensk að kvöldi.