G. K. Chesterton, Gilbert Keith Chesterton, (29. maí 1874–14. júní 1936) var enskur rithöfundur, bókmennta- og listgagnrýnandi, heimspekingur og kristinn trúvarnarmaður. Framan af ævi sinni tilheyrði hann ensku biskupakirkjunni en gerðist kaþólskur árið 1922. Síðustu ár sín var hann ötull og áhrifamikill talsmaður kristinnar trúar og kaþólsku kirkjunnar.

G. K. Chesterton
G. K. Chesterton
Fæddur: Gilbert Keith Chesterton

29. maí 1874 Kensington, London, Englandi

Látinn:14. júní 1936 (62 ára) Beaconsfield, Buckinghamshire, Englandi.
Starf/staða:Blaðamaður, skáldsagnahöfundur, skáld, trúvarnarmaður
Þjóðerni:Englendingur
Þekktasta verk:Father Brown stories

Chesterton er ekki síst þekktur fyrir að hafa skapað persónuna föður Brown sem hann ritaði sakamálasögur um á árunum 1910–1935.