Hawaii
Hawaii, Hawaiieyjar eða (stundum skrifað Havaí og sjaldnar Hawaí eða Hawaj) er eyjaklasi í Kyrrahafinu og eitt af 50 fylkjum Bandaríkjanna. Hawaii er einnig stærsta eyjan í Hawaii-eyjaklasanum og gengur oft undir nafninu „Stóra eyjan“ (The Big Island). Íbúafjöldi Hawaii er rúmlega 1,44 milljón (2022).
Hawaii Mokuāina o Hawaii | |||||||||||
| |||||||||||
Opinbert tungumál | Enska, hawaiíska | ||||||||||
Nafn íbúa | Hawaiian | ||||||||||
Höfuðborg | Honolulu | ||||||||||
Stærsta Borg | Honolulu | ||||||||||
Flatarmál | 43. stærsta í BNA | ||||||||||
- Alls | 28.311 km² | ||||||||||
- Breidd | n/a km | ||||||||||
- Lengd | 2.450 km | ||||||||||
- % vatn | 41,2 | ||||||||||
- Breiddargráða | 18° 55′ N til 28° 27′ N | ||||||||||
- Lengdargráða | 154° 48′ V til 178° 22′ V | ||||||||||
Íbúafjöldi | 42. fjölmennasta í BNA | ||||||||||
- Alls | 1.415.000 (áætlað 2019) | ||||||||||
- Þéttleiki byggðar | 48/km² 13. þéttbyggðasta í BNA | ||||||||||
Hæð yfir sjávarmáli | |||||||||||
- Hæsti punktur | Mauna Kea 4.205 m | ||||||||||
- Meðalhæð | 925 m | ||||||||||
- Lægsti punktur | Kyrrahafið 0 m | ||||||||||
Varð opinbert fylki | 21. ágúst 1959 (50. fylkið) | ||||||||||
Ríkisstjóri | David Ige (D) | ||||||||||
Vararíkisstjóri | Josh Green (D) | ||||||||||
Öldungadeildarþingmenn | Brian Schatz (D) Mazie Hirono (D) | ||||||||||
Fulltrúadeildarþingmenn | 1: Colleen Hanabusa (D) 2: Tulsi Gabbard (D) | ||||||||||
Tímabelti | Hawaii: UTC-10 | ||||||||||
Styttingar | HI US-HI | ||||||||||
Vefsíða | www.hawaii.gov |
OrðsifjarBreyta
Á frummáli eyjaskeggja, hawaiísku, nefnist eyjan „Hawai‘i“, en úrfellingamerkið ('Okina á hawaiísku) táknar skyndilegt stopp eins og í miðri upphrópuninni „Oh-ó“ (Ritað ʔ í Alþjóðlega hljóðstafrófinu). Honolulu er stærsta borgin og höfuðborg fylkisins. Næststærsta eyjan er Maui.
Seint á 19. öld og í upphafi 20. aldar voru Hawaiieyjar kunnar undir nafninu Sandwich Islands, og nefndust þá á íslensku Sandvíkureyjar. Halldór Laxness kallar Hawaii í einu verka sinna Háeyju sem er hljóðlíking.
JarðfræðiBreyta
Hawaiieyjar eru austasti og jafnframt yngsti hluti Hawaii-Emperor eyjaklasans. Heiti reiturinn, sem er undir Stóru eyjunni, myndaði Hawaii-Emperor eyjaklasann þar sem Kyrrahafsplatan færðist yfir hann. Slóðin sem heiti reiturinn skilur eftir sig á Kyrrahafsflekanum kallast eyjaröð. Eftir því sem eyjarnar færast fjær heita reitnum verða þær útrænu öflunum auðveldari bráð og hafið sverfur þær smátt og smátt niður. Oft byggjast upp kóralrif á þeim neðansjávarfjöllum sem eyjarnar eru.
Þær átta eyjar sem teljast til Hawaiieyja eru, talið frá vestri til austurs, Ni'ihau, Kauai'i, O'ahu, Moloka'i, Lana'i, Kahoʻolawe (óbyggð), Maui og Hawai'i.
Eldfjöll eru á eyjunum, gjarnan dyngjur, þekktust þeirra er Mauna Kea. Önnur þekkt eldfjöll eru Mauna Loa og Kīlauea.
Langás eyjaklasans liggur norðvestur-suðaustur og má af því sjá að Kyrrahafsplatan hefur verið og er að færast til norðvesturs (að því gefnu að heiti reiturinn sé ekki að hreyfast).