Íslenzkir tónar var tónlistarútgáfufyrirtæki sem Tage Ammendrup stofnaði 12. apríl 1947 og var áberandi í útgáfu íslenskra hljómplatna á 6. áratug 20. aldar. Á vegum útgáfunnar komu út um 100 hljómplötur 78 snúninga, 98 plötur 45 snúninga og tvær tvöfaldar 33 snúninga plötur. Fyrirtækið var lagt niður 1965.

Íslenzkir tónar - Vörumerki
Þrívíddar módel af húsnæði Íslenzkra tóna, Laugavegi 58. Líkanið gerði Þorleifur Þorleifsson árið 1966.
Verslunin Drangey að Laugavegi 58 árið 1962.
Tage Ammendrup á skrifstofunni árið 1947.
Stúdíóið í bakhúsinu að Laugavegi 58.
María Samúelsdóttir Ammendrup móðir Tage í plötudeildinni 1949.
Dæmi um kabarett sýningar Íslenzkra tóna frá 1956. Frá vinstri; Baldur Georgs, Alfreð Clausen, Sigurdór Sigurdórsson, Steinunn Hanna Hróbjartsdóttir, Ingibjörg Þorbergs, Sigríður Hannesdóttir, Dansflokkur Íslenzkra tóna, Gestur Þorgríms kynnir og svo Baldur Hólmgeirsson. Hljómsveitin: Skapti Ólafsson - trommur, NN - sax, Páll Pampichler- trompet, Pétur Urbancic - bassi, Jan Morávek - píanó.
Frummynd Þorleifs Þorleifssonar að plötuumslagi

Útgáfan breyta

Íslenzkir tónar eru nátengdir versluninni Drangey að Laugavegi 58 en hana ráku Tage og móðir hans í sameiningu á fimmta áratugnum. Verslunin seldi aðallega leðurvörur, töskur og vefnaðarvöru en árið 1945 var stofnuð sérstök hljóðfæradeild í Drangey þar sem seld voru hljóðfæri, hljómplötur og nótur. Tage fann fyrir mikilli eftirspurn eftir íslensku efni hjá viðskiptavinum deildarinnar og langaði að leggja sitt af mörkum til að bregðast við þessum áhuga. Hann hóf að gefa út nótur, kennslubækur og lagatexta undir merkjum Drangeyjarútgáfunnar, gaf út tímaritið Jazz 1947 og Musica 19481950 og keypti upptökutæki til landsins. Útbúinn var um 20 fermetra upptökusalur í bakhúsinu á Laugavegi 58 í tengslum við tækjakaupin, þar sem æfingar og upptökur fóru fram. Mest var tekið upp fyrir einkaaðila en einnig fóru fram upptökur fyrir leikhús og kvikmyndasýningar.[1]

Íslenzkir tónar hefja starfsemi breyta

Ekki fór vel með útgáfu fyrstu plötu Íslenzkra tóna 1948. Á henni spilaði hljómsveit Björns R. Einarssonar lögin Christofer Columbus og Summertime. Björn var óánægður með útkomuna þegar platan kom úr pressun, fékk sett lögbann á hana og höfðaði mál á hendur fyrirtækinu. Það var ekki fyrr en 1952 þegar málaferlum lauk að hin eiginlega útgáfustarfsemi Íslenzkra tóna hófst. Langflestar upptökurnar fóru fram í Ríkisútvarpinu en nokkrar plötur voru teknar upp erlendis. Pressun platna fór fram hjá AS Nera í Osló.

Í apríl 1952 fóru fram í Ríkisútvarpinu upptökur með Sigfúsi Halldórssyni á Litlu flugunni, Tondeleyo, Í dag og Við Vatnsmýrina IM 2 og IM 7. Prufuplötur bárust um sumarið en endanlegar plötur komu ekki í sölu í Drangey fyrr en 21. desember, meðal annars vegna verkfalls sem hafði áhrif á innflutning til landsins í árslok 1952.

Í lok október 1952 komu 3 plötur með Svavari Lárussyni og Sy-We-LA kvintettnum til landsins sem teknar voru upp hjá Norska útvarpinu IM 3 - IM 5. Þessar plötur voru því hinar fyrstu sem settar voru á markað frá Íslenzkum tónum. Fjórða platan sem kom á markaðinn var einnig sungin af Svavari við undirleik kvartetts Jan Morávek IM 6. Þetta var fyrsta platan sem gefin var út með íslenskri danshljómsveit og einnig fyrsta dansplatan sem tekin var upp á Íslandi. Kvartettinn skipuðu Jan Morávek sem lék á fiðlu og klarinett, Eyþór Þorláksson lék á gítar, Bragi Hlíðberg á harmoniku og Jón Sigurðsson á bassa.[2]

Það komu aðeins 6 plötur út hjá Íslenzkum tónum árið 1952 en margar aðrar voru í bígerð það ár, m.a. spilaði Sigfús Halldórsson inn á IM 8 og IM 9 í Noregi og Soffía Karlsdóttir söng inn Bílavísur og Réttarsömbu IM 10 hjá Ríkisútvarpinu í desember.

Fyrirtækið blómstrar breyta

Næstu ár voru viðburðarrík hjá útgáfunni. Alls gáfu Íslenzkir tónar út um 100 plötur sem snérust á 78 snúningum á mínútu, 98 plötur á 45 snúninga hraða og tvær tvöfaldar 33 snúninga plötur. Mest var gefið út af dægurlögum en einnig var töluvert um klassískar hljómplötur með okkar fremstu klassísku söngvurum. Ástæða þess að svona mikið var gefið út á þessu tímabili var fyrst og fremst áhugi fólks og þorsti eftir góðu íslensku efni, framtakssemi Tage og frábærir listamenn sem hann átti samstarf við og voru reiðubúnir til að taka þátt í plötuútgáfu. Einnig voru tollar lækkaðir á íslenskar plötur um það bil sem útgáfustarfsemin hófst fyrir alvöru og hefur það verið hvati.

Tage var mjög framsýnn maður og mikill talsmaður þess að skipt var úr 78 snúninga plötum yfir í 45 snúninga þrátt fyrir að það kæmi fyrirtæki hans illa að mörgu leyti. Hann auglýsti þessa nýju plötu meðal annars í blaðinu Hljómplötunýjungum sem hann gaf út í tengslum við plötuútgáfuna og plötulistum sem voru gefnir út nokkrum sinnum. Þess má geta að Íslenzkir tónar voru eitt fyrsta plötuútgáfufyrirtæki á Norðurlöndum sem gaf út 45 snúninga plötur en fyrsta íslenska hljómplatan á þeim hraða kom út árið 1954.[3]

Mismunandi gerðir hljómplatna breyta

Á tímabili voru gefnar út þrjár tegundir 78 snúninga hljómplatna og voru þær einkenndar með mismunandi lit á plötumiðum, grænir miðar táknuðu léttklassísk lög, rauðir miðar voru á plötum með klassískri músík og bláir á plötum með íslensk og erlend dægurlög. Nokkrar gerðir eru einnig af miðum á 45 snúninga plötunum og var meðal annars búið til vörumerkið Stjörnuhljómplötur fyrir unglingana. 78 snúninga plöturnar voru ekki í umslögum, en flestallar 45 snúninga plöturnar voru í sérhönnuðum umslögum, þar sem komu oft fram fróðlegar upplýsingar. Það voru bræðurnir Þorleifur og Oddur Þorleifssynir í Ljósmyndastofu Amatörverslunarinnar sem áttu heiðurinn af umslögunum. Verkaskipting þeirra var oftast þannig að Oddur tók ljósmyndir en Þorleifur hannaði og teiknaði umslögin, auk þess sem hann skrifaði textann. Þeir bræðurnir gerðu einnig annað auglýsingaefni fyrir útgáfuna. Umslögin voru flest prentuð í Alþýðuprentsmiðjunni og ÞEGG offsettprentstofu.

Ýmsar nýjungar voru prófaðar, bláar, rauðar, grænar og gular plötur og jóla-og nýjárskort í plötuformi, sem menn gátu sent til vina og vandamanna. Ótaldar eru nýjungar þær sem listamennirnir sjálfir buðu upp á í flutningi sínum, sungið var margsinnis í fyrsta sinn inn á plötu IM 48, bergmál notað IM 32 og Jan Morávek lék á fjölda hljóðfæra í einu og sama lagi, svo að eitthvað sé nefnt.

Nokkrar barnaplötur voru gefnar út. Má þar nefna að Ingibjörg Þorbergs söng hinar vinsælu Aravísur 1954, Mjallhvít og dvergarnir sjö og Kardimommubærinn komu út 1960, barnakórar sungu inn á plötur og hið vinsæla Komdu niður með Soffíu og Önnu Siggu kom út 1959.

Einnig voru gefnar út nokkrar plötur með eldri tónlist og þjóðlögum. Gefin var út rímnaplata 1960 EXP-IM 75, tvær plötur með Bjarna Björnssyni, EXP-IM 110 - EXP-IM 111 og plötur með Alfreð Clausen og Sigrúnu Ragnars þar sem þau syngja þjóðvísur og eldri lög.

Ferill hljómplötu breyta

Fyrirtækinu var annt um viðskiptavini sína og dæmi um það var bæklingur sem gefinn var út um framleiðslu og gerð hljómplötu. Plötunni er fylgt eftir frá upptöku til þess að hún er sett á fóninn.

Listamennirnir breyta

Plötur Íslenzkra tóna eru mjög fjölbreyttar, enda hafði Tage sjálfur breiðan tónlistarsmekk og var í tónlistarnámi í nokkur ár. Hann var áhugamaður um klassíska tónlist og jazz en var opinn og áhugasamur um dægurtónlist. Hann valdi enda margt metsölulagið á plötur sínar. Hann reyndi að kappkosta að fá hæfustu listamenn á sínu sviði til liðs við sig og hann reyndi að koma þeim á framfæri sem kostur var, bæði á Íslandi og erlendis.

Meðal söngvara sem sungu inn á plötur Íslenzkra tóna voru: Sigfús Halldórsson, Svavar Lárusson, Soffía Karlsdóttir, Alfred Clausen, Sigurður Ólafsson, Sigrún Jónsdóttir, Ingibjörg Þorbergs, Helena Eyjólfsdóttir, Jóhann Möller, Nora Brockstedt, Ragnar Bjarnason, Skapti Ólafsson, Elly Vilhjálms, Jakob Hafstein og Óðinn Valdimarsson. Nokkrir sönghópar sungu inn á plötur svo sem Marz bræður, Leikbræður og Tígulkvartettinn. Á klassísku plötunum sungu meðal annarra Guðrún Á. Símonar, María Markan, Þuríður Pálsdóttir, Kristinn Hallsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Jónsson og Ketill Jensson.

Helstu útsetjarar útgáfunnar voru Carl Billich, Jan Moravék og Magnús Ingimarsson en fleiri komu við sögu. Hljómsveitarstjórar og hljóðfæraleikarar sem spiluðu inn á plöturnar voru þeir færustu á sínu sviði á þessum tíma og ófáir voru þeir lagasmiðir og textahöfundar sem tengdust útgáfunni.

Nokkur þekkt lög sem Íslenzkir tónar gáfu út: Litla flugan, Söngur villiandarinnar, Hreðavatnsvalsinn, Bílavísur, Manstu gamla daga, Litli vin, Meira fjör, Lukta-Gvendur, Sjómannavalsinn, Ágústnótt, Sjana síldarkokkur, Síldarvalsinn, Aravísur, Guttavísur, Pabbi vill mambo, Það var lítið hús (Nora Brockstedt), Hvítir mávar, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig, lögin úr Deleríum Búbonis, Einsi kaldi úr Eyjunum, Í kjallaranum, Komdu niður, Maja litla, Fjórir kátir þrestir, Hún var með dimmblá augu, Þórsmerkurljóð, Ég er kominn heim, Ömmubæn, Ship-o-hoj, Ef þú giftist mér, Blikandi haf, Allt á floti, Gamla gatan, Það er draumur að vera með dáta og svo mætti lengi telja.

Kabarettar og miðnæturskemmtanir breyta

Í tengslum við útgáfuna stóð Tage fyrir vinsælum miðnæturskemmtunum í Austurbæjarbíói 1954 og Revíu-kabarettum 1955 og 1956, þar sem vinsælir tónlistarmenn og leikarar komu fram. Töluvert var lagt upp úr allri umgjörð, leiktjöld voru máluð, leikskrár prentaðar og settur saman danshópur. Á einni skemmtuninni kom fram bandarískur rokkari sem líkast til er einn sá fyrsti til að syngja rokk opinberlega hérlendis. Farið var með nokkrar skemmtanir út á land.[4]

Starfsemi Íslenzkra tóna leggst af breyta

Tage hætti plötuútgáfu 1964 en þá voru enn ein skiptin í uppsiglingu, frá 45 snúninga til 33 snúninga platna. Þessar öru breytingar höfðu í för með sér mikla óvissu fyrir útgáfustarfsemina og Tage fór að snúa sér að öðrum málum. Hann vann við dagskrárgerð í Ríkisútvarpinu 1945 og 1946 og aftur á árunum 19621965, þegar hann stjórnaði meðal annars skemmtiþáttunum „Hvað er svo glatt“ árið 1965. Hann hóf síðan störf sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu við stofnun þess 1965 en þar vann hann til æviloka. Hann tók upp um 1340 þætti í Sjónvarpinu: leikrit, skemmtiþætti, viðtalsþætti, heimildarmyndir og barnaefni svo nokkuð sé nefnt.

Tage seldi Svavari Gests fyrirtæki sitt Íslenzka tóna árið 1974 ásamt útgáfurétti. Það var von hans að með því fengju fleiri að njóta þeirrar tónlistar sem hann gaf út.

Útgefið efni breyta

78 snúninga plötur
 • IM 1 - Björn R Einarsson og hljómsveit - Christofer Columbus // Summertime - 1948
 • IM 2 - Sigfús Halldórsson - Litla flugan // Tondeleyo - 1952
 • IM 3 - Svavar Lárusson - Fiskimannaljóð frá Capri // Sólskinið sindrar - 1952
 • IM 4 - Svavar Lárusson - Ég vild' ég væri // Hreðavatnsvalsinn - 1952
 • IM 5 - Svavar Lárusson - Cara cara bella bella // On the morningside of the mountain - 1952
 • IM 6 - Svavar Lárusson - Í Mílanó // Út við hljómskála - 1952
 • IM 7 - Sigfús Halldórsson - Í dag // Við vatnsmýrina - 1952
 • IM 8 - Sigfús Halldórsson - Játning // Við tvö og blómið - 1953
 • IM 9 - Sigfús Halldórsson - Til Unu // Þú komst - 1953
 • IM 10 - Soffía Karlsdóttir - Bílavísur // Réttarsamba - 1953
 • IM 11 - Alfreð Clausen - Manstu gamla daga // Æskuminning - 1953
 • IM 12 - Alfreð Clausen - Gling gló // Sesam, Sesam opnist þú - 1953
 • IM 13 - Sigurður Ólafsson - Hvar varstu í nótt // Litli vin - 1953
 • IM 14 - Sigurður Ólafsson - Kom þú þjónn... // Meira fjör - 1953
 • IM 15 - Guðrún Á. Símonar, sópran. - Af rauðum vörum // Svörtu augun - 1953
 • IM 16 - Guðrún Á. Símonar, sópran. - Dicitencello vuie! // Svanasöngur á heiði - 1953
 • IM 17 - Sigrún Jónsdóttir - Ástartöfrar // Lukta Gvendur - 1953
 • IM 18 - Sigrún Jónsdóttir og Alfreð Clausen - Hvert einasta lag // I´ll remember april - 1953
 • IM 19 - Pavel Lisitsían, baryton. - Armenskt lag // Rósin - 1953
 • IM 20 - Sigurður Ólafsson - Sjómannavals // Stjörnunótt - 1953
 • IM 21 - Svavar Lárusson - Ég vild' ég væri // Sólskinið sindrar - 1953
 • IM 22 - Alfreð Clausen - Ágústnótt // Vökudraumur - 1953
 • IM 23 - Tígulkvartettinn - Ég mætti þér // Hittumst heil - 1953
 • IM 24 - Sigfús Halldórsson - Dagny // Íslenzkt ástarljóð - 1953
 • IM 25 - Svavar Lárusson - Svana í Seljadal // Til þín... - 1953
 • IM 26 - Svavar Lárusson - Fiskimannaljóð frá Capri // Hreðavatnsvalsinn - 1953
 • IM 27 - Ingibjörg Þorbergs og Alfreð Clausen - Á morgun // Stefnumótið - 1953
 • IM 28 - Alfreð Clausen - Kveðja // Litla stúlkan - 1953
 • IM 29 - Þuríður Pálsdóttir, sópran. - Blítt er undir björkunum // Sofðu unga ástin mín - 1953
 • IM 30 - Sigurður Ólafsson og Sigurveig Hjaltested - Blikandi haf // Kvöldkyrrð - 1953
 • IM 31 - Alfreð Clausen - Lagið úr „Rauðu myllunni“ // Söngur sjómannsins - 1953
 • IM 32 - Svavar Lárusson - Gleym mér ei // Húmsins skip - 1954
 • IM 33 - Alfreð Clausen - Ég bið þín // Þú þú þú - 1954
 • IM 34 - Soffía Karlsdóttir - Það er draumur að vera með dáta // Það sést ekki sætari mey - 1954
 • IM 35 - Alfreð Clausen - Ég minnist þín // Góða nótt - 1954
 • IM 36 - Ingibjörg Þorbergs - Móðir mín // Pabbi minn - 1954
 • IM 37 - Ingibjörg Þorbergs - Oh, my papa // Trying - 1954
 • IM 38 - Marz bræður - Anna mín með ljósa lokka // Segl bera hann til þín - 1954
 • IM 39 - Alfreð Clausen - Hvar ertu // Í faðmi dalsins- 1954
 • IM 40 - Alfreð Clausen og Konni - Ó, elsku mey, ég dey // Segðu mér sögu - 1954
 • IM 41 - Jan Moravek og tríó - Við syngjum og dönsum 1 og 2 - 1954
 • IM 42 - Karlakórinn Vísir og Daníel Þórhallsson - Alfaðir ræður - 1954
 • IM 45 - Sigurður Ólafsson - Sprengisandur // Kveldriður, Svanurinn minn syngur - 1954
 • IM 46 - Sigurður Ólafsson - Fjallið Eina // Það er svo margt- 1954
 • IM 47 - Alfreð Clausen - Blítt og létt // Hreyfilsvalsinn - 1954
 • IM 48 - Svavar Lárusson - Rósir og vín // Sjana síldarkokkur - 1954
 • IM 49 - Svavar Lárusson - Sestu hjá mér ástin mín // Upp til fjalla - 1954
 • IM 50 - Ingibjörg Þorbergs - Ég vildi' að ung ég væri rós // Þín hvíta mynd - 1954
 • IM 51 - Sigurður Ólafsson og Alfreð Clausen - Drykkjuvísa úr bláu kápunni // Og jörðin snýst - 1954
 • IM 52 - Jakob Hafstein - Fyrir sunnan Fríkirkjuna // Söngur villiandarinnar- 1954
 • IM 53 - Alfreð Clausen - Brúnaljósin brúnu // Sólarlag í Reykjavík - 1954
 • IM 54 - Alfreð Clausen - Lindin hvíslar // Minning - 1954
 • IM 55 - Alfreð Clausen og Ingibjörg Þorbergs - Harpan ómar // Þórður sjóari - 1954
 • IM 56 - Sigurður Ólafsson - Síldarvalsinn // Sigurður Ólafsson og Soffía Karlsdóttir - Ég býð þér upp í dans - 1954
 • IM 57 - Jan Moravek og tríó - Við dönsum og syngjum 3 og 4 - 1954
 • IM 58 - Maria Lagarde og Alfreð Clausen - Síðasti dansinn // This is beautiful music to love by - 1954
 • IM 61 - Tígulkvartettinn - Ég bið að heilsa // Sólsetursljóð - 1954
 • IM 62 - Ingibjörg Þorbergs - Nú ertu þriggja ára // Rósin mín - 1954
 • IM 63 - Kristinn Hallsson - Oh, could I express but in song // On the road to Mandalay - 1954
 • IM 64 - Kristinn Hallsson - Í dag skein sól // Nótt - 1954
 • IM 65 - Guðrún Á. Símonar - Mánaskin // Tvær vorvísur - 1955
 • IM 66 - Guðrún Á. Símonar - Lindin // Vögguvísa - 1955
 • IM 67 - Guðrún Á. Símonar - Nafnið // Salta, larilila - 1955
 • IM 68 - Ingibjörg Þorbergs - Aravísur // Börnin við tjörnina - 1954
 • IM 69 - Ingibjörg Þorbergs - Hin fyrstu jól // Klukknahljóð - 1954
 • IM 70 - Helena Eyjólfsdóttir - Heims um ból // Í Betlehem er barn oss fætt - 1954
 • IM 71 - Ingibjörg Þorbergs og Marz bræður - Í dansi með þér // Litli skósmiðurinn - 1955
 • IM 72 - Jóhann Möller - Ástin mín ein // Fallandi lauf - 1955
 • IM 73 - Jan Morávek - Lindin hvíslar // Íslenskt ástarljóð - 1955
 • IM 74 - Jakob Hafstein - Blómabæn // Lapi, listamannakrá - 1955
 • IM 75 - Soffía Karlsdóttir - Ég veit ei hvað skal segja // Maður og kona - 1955
 • IM 76 - Jan Moravek og tríó - Austurstrætis-stomp // Tóna-Boogie - 1955
 • IM 77 - Jan Moravek og tríó - Hringdans // Vínarkruz - 1955
 • IM 78 - Jóhann Möller og Tóna systur - Pabbi vill mambo // Þú ert mér kær - 1955
 • IM 79 - Alfreð Clausen og Tóna systur - Stjörnublik // Vornóttin kallar - 1955
 • IM 80 - María Markan - Söngur bláu nunnanna // Minning - 1955
 • IM 81 - María Markan - Huldumál // Kveðja - 1955
 • IM 82 - María Markan - Ich schenk mein herz // The star - 1955
 • IM 83 - María Markan - Seinasta nóttin // Smalavísa - 1955
 • IM 84 - María Markan - Gömul þula // TÍ-TÍ // Óli og Snati // Litlu hjónin - 1955
 • IM 85 - María Markan og Sigurður Ólafsson - Við eigum samleið // María Markan - Þitt augnadjúp - 1955
 • IM 86 - María Markan - Blómkrónur titra // Vorblær - 1955
 • IM 87 - Ketill Jensson - Musica Proibita // Siciliana - 1955
 • IM 88 - Sigurður Ólafsson - Ástarvísa hestamannsins // Tígulkvartettinn - Sveinki káti - 1955
 • IM 89 - Sigurveig Hjaltested og Sigurður Ólafsson - Á Hveravöllum // Sigurður Ólafsson og kór - Við komum allir, allir - 1955
 • IM 90 - Tóna systur - Bergmál // Unnusta sjómannsins - 1955
 • IM 91 - Ketill Jensson - A canzone 'e Napule // Questa O Quella - 1955
 • IM 92 - Nora Brockstedt með Monn keys - Svo ung og blíð // Æskunnar ómar - 1955
 • IM 93 - Svavar Lárusson - Mamma mín // Svo brosmild og blíð - 1956
 • IM 94 - Svavar Lárusson - Bella bella dona // Þinn söngvasveinn - 1956
 • IM 98 - Ketill Jensson og Þjóðleikhúskórinn - Drykkjuvísa // Guðrún Á. Símonar og Þjóðleikhúskórinn - Lofið Drottinn - 1955
 • IM 100 - Ágúst Bjarnason og Jakob Hafstein - Upsala är bäst // Vid brasan på Magisterns kammare - 1957
 • IM 110 - Marz bræður - Bergjum blikandi vín // Ingibjörg Þorbergs með Marz bræðrum - Heillandi vor - 1957
 • IM 111 - Sigurður Ólafsson og Sigurveig Hjaltested - Blikandi haf // Sigurður Ólafsson - Sjómannavalsinn - 1956
 • IM 112 - Alfreð Clausen - Lítið blóm // Útþrá - 1957
 • IM 115 - Nora Brockstedt - Eyjavalsinn // Tangótöfrar - 1957
 • IM 116 - Leikbræður - Í Víðihlíð // Við hafið - 1957
 • IM 117 - Skapti Ólafsson - Ef að mamma vissi það // Syngjum dátt og dönsum - 1957
 • IM 118 - Skapti Ólafsson - Allt á floti // Mikið var gaman að því - 1957
 • IM 120 - Skapti Ólafsson - Geimferðin // Ó, nema ég - 1957
 • IM 505 - The Brooks Brothers - L’amour toujour // Bill Johnson - Shtiggi Boom - 1958
 • IM 506 - The Encores - Two hearts // Cherry Pink - 1958
 • IM 508 - Nelly Wijsbek - Double shuffle // From me to you - 1958
45 snúninga plötur
 • EXP-IM 1 - Alfreð Clausen - Æskuminning / Vökudraumur // Litla stúlkan / Manstu gamla daga - 1954
 • EXP-IM 2 - Sigurður Ólafsson - Litli vin / Kvöldkyrrð // Ingibjörg Þorbergs og Alfreð Clausen - Á morgun / Sigurveig Hjaltested og Alfreð Clausen - Blikandi haf - 1954
 • EXP-IM 3 - Alfreð Clausen - Lagið úr Rauðu myllunni / Söngur sjómannsins // Svavar Lárusson - Svana í Seljadal / Hreðavatnsvalsinn - 1954
 • EXP-IM 4 - Sigfús Halldórsson - Litla flugan / Dagný // Ingibjörg Þorbergs og Alfreð Clausen - Stefnumótið / Alfreð Clausen - Ágústnótt - 1954
 • EXP-IM 5 - Svavar Lárusson, Sy-We-La Kvartettinn - Fiskimannaljóð frá Capri / Sólskinið sindrar // Svavar Lárusson, Monti tríóið - Húmsins skip / Gleym mér ei - 1954
 • EXP-IM 6 - Sigfús Halldórsson - Syngur og leikur eigin lög nr. 1. (innih.: Við Vatnsmýrina / Þú komst // Í dag / Til Unu - 1954
 • EXP-IM 7 - Alfreð Clausen - Ég bið þín / Sigrún Jónsdóttir og Alfreð Clausen - Lukta-Gvendur // Alfreð Clausen - Kveðja / Þú, þú, þú - 1954
 • EXP-IM 8 - Sigfús Halldórsson - Syngur og leikur eigin lög nr. 2. (innih.: Játning / Tondeleyo // Íslenskt ástarljóð / Við tvö og blómið) - 1954
 • EXP-IM 9 - Sigurður Ólafsson - Á Sprengisandi / Kveldriður / Svanurinn minn syngur // Fjallið eina / Það er svo margt - 1954
 • EXP-IM 10 - Ingibjörg Þorbergs - Mamma mín / Ingibjörg Þorbergs og Alfreð Clausen - Á morgun // Ingibjörg Þorbergs - Trying / Oh, my papa - 1954
 • EXP-IM 11 - Alfreð Clausen - Hreyfilsvalsinn / Blítt og létt // Hvar ertu / Í faðmi dalsins - 1955
 • EXP-IM 12 - Svavar Lárusson - Upp til fjalla / Seztu hérna hjá mér ástin mín // Sjana síldarkokkur / Rósir og vín - 1955
 • EXP-IM 13 - Alfreð Clausen - Brúnaljósin brúnu / Sólarlag í Reykjavík // Minning / Lindin hvíslar - 1955
 • EXP-IM 14 - Alfreð Clausen - Þín hvíta mynd / Ingibjörg Þorbergs - Ég vildi að ung ég væri rós // Jakob Hafstein - Fyrir sunnan Fríkirkjuna / Sigurður Ólafsson - Það er svo margt - 1956
 • EXP-IM 15 - Alfreð Clausen - Ég minnist þín / Góða nótt // Sigurður Ólafsson - Og jörðin snýst (úr „Nitouche”) /Alfreð Clausen og Sigurður Ólafsson - Drykkjuvísa (úr Bláu Kápunni) (1956) - 1956
 • EXP-IM 16 - Alfreð Clausen og Ingibjörg Þorbergs - Harpan ómar / Alfreð Clausen - Þórður sjóari // Maria Lagarde og Alfreð Clausen - Síðasti dansinn / María Lagarde - This is beautiful music to love by - 1957
 • EXP-IM 17 - Tríó Jan Morávek - Við syngjum og dönsum 1 (slowfox syrpa, tangó syrpa) // Við syngjum og dönsum 2 (vals syrpa) - 1957
 • EXP-IM 29 - Ýmsir - ÓperettanÍ álögum” (syrpa úr) - 1957
 • EXP-IM 32 - Primo Montanari - La Mattinata / Ti voglio tanto bene // Ideale / Mamma - 1957
 • EXP-IM 35 - Sigurður Ólafsson - Sjómannavalsinn / Síldarvalsinn // Stjörnunótt / Sigurður Ólafsson og Sigurveig Hjaltested - Á Hveravöllum - 1958
 • EXP-IM 50 - Magnús Jónsson - Ég lít í anda liðna tíð / Sortna þú ský // Coren'grato / Ástarljóð frá Napolí - 1958
 • EXP-IM 55 - Skapti Ólafsson - Syngjum dátt og dönsum / Ef mamma vissi það // Allt á floti / Mikið var gaman af því - 1958
 • EXP-IM 56 - Helena Eyjólfsdóttir - Í leit að þér / Einhver staðar úti í heimi // Ástarljóðið mitt / Þú sigldir burt - 1958
 • EXP-IM 57 - Harmonikutríó Jan Morávek - Hringdansar. Syrpa / Vínarkruzar. Syrpa // Harmonikutríó Jóns Sigurðssonar - Syrpa af gömlum dönsum. Syrpa / Rælar. Syrpa - 1958
 • EXP-IM 58 - Helena Eyjólfsdóttir - Syngur Jólasálma (innih.:Heims um ból / Í Betlehem er barn oss fætt // Ó, Jesú bróðir besti / Ástarfaðir himinhæða) - 1958
 • EXP-IM 59 - Ingibjörg Þorbergs - Guttavísur / Stjánavísur // Aravísur / Börnin við tjörnina - 1959
 • EXP-IM 60 - Helena Eyjólfsdóttir - Í leit að þér / Manstu ekki vinur // Ástarljóðið mitt / Þú sigldir burt - 1959
 • EXP-IM 62 - Tígulkvartettinn - Ég bið að heilsa / Sólseturljóðin // Sigurður Ólafsson - Smaladrengurinn /Smalastúlkan / Karlakórinn Vísir, Siglufirði - Ég vil elska mitt land / - 1959
 • EXP-IM 63 - Leikbræður - Linditréð / Hanna litla // Draumadísin mín / Litla skáld - 1959
 • EXP-IM 64 - Helena Eyjólfsdóttir - Engan hring / Bel ami // Hvítu mávar / Gleym mér ei vinur - 1959
 • EXP-IM 65 - Óðinn Valdimarsson - Í litlum dal / Ó nei // Útlaginn / Ég vil lifa, elska, njóta - 1959
 • EXP-IM 66 - Guðrún Á. Símonar - Svanasöngur á heiði / Tvær vorvísur // Lindin / Mánaskin - 1959
 • EXP-IM 67 - Sigurður Björnsson - Kvöldbæn (ásamt kvennakór) / Ave María // Sem börn af hjarta / Nú árið er liðið - 1959
 • EXP-IM 68 - Helena Eyjólfsdóttir - Allt verður ljúfur leikur / Gömul saga // Gamla gatan / Kom heim, vinur kom heim - 1959
 • EXP-IM 69 - Óðinn Valdimarsson - Magga / Vina, litla vina // Einsi kaldi úr Eyjunum / Flakkarinn - 1959
 • EXP-IM 70 - Ýmsir - Lög úr “Delerium Bubonis” (innih.: Söngur jólasveinanna / Ljúflingshóll / Ástardúett // Brestir og brak / Ágústkvöld / Sérlegur sendiherra / Lokasöngurinn - 1960
 • EXP-IM 71 - Ýmsir - Kardimommubærinn (lög úr samnefndu leikriti, sögumaður Róbert Arnfinnsson) - 1960
 • EXP-IM 72 - Óðinn Valdimarsson - Útlaginn / Ingibjörg Þorbergs - Kvölds í ljúfum blæ // Sigurður Ólafsson og Sigurveig Hjaltested - Blikandi haf / Sigfús Halldórsson - Tondeleyo - 1960
 • EXP-IM 73 - Hljómsveit Magnúsar Péturssonar - Boðið upp í dans nr. 1, barnadansar - 1960
 • EXP-IM 74 - Hljómsveit Magnúsar Péturssonar - Boðið upp í dans nr. 2, samkvæmisdansar - 1960
 • EXP-IM 75 - Kjartan Hjálmarsson - Gamlar rímur (innih.: Hvað er skáld / Í helli tröllkonunar / Breyskleikinn verður fyrirgefinn / Þeysandi smalar / Þrá eftir björtum nóttum / Æðruleysi gamla kóngsins / Víkingar ganga á land / Bros gegnum tárin / Raunir bóndakonunnar / Hesturinn Ufsi og smalinn einmana //Rósir / Bardagaljóð / Sagan af Garðaríkiskonungi / Hirðin er ósátt / Á valdi Bakkusar / Hulda seiðir huga minn / Bóndinn í fenntum bæ / Listaskáldið góða / Skipið og öldurnar / Ertu þarna, dauði?) - 1960
 • EXP-IM 76 - Ýmsir - Mjallhvít og dvergarnir sjö (sögmaður og leikstjóri Róbert Arnfinnsson) - 1960
 • EXP-IM 80 - Anna María Jónsdóttir - Landafræði og ást // Ragnar Bjarnason - Vorkvöld í Reykjavík - 1960
 • EXP-IM 88 - Helena Eyjólfs - Gamla gatan / Kom heim, vinur kom heim // Allt verður ljúfur leikur / Gömul saga - 1961 - Endurútgáfa?
 • EXP-IM 90 - Hljómsveit Svavars Gests - Kvöldljóð // Jónas Jónasson syngur með Hljómsveit Svavars Gests - Spánarljóð - 1961
 • EXP-IM 91 - Helena Eyjólfsdóttir - Bjartar stjörnur blika / Ég man það vel - 1961
 • EXP-IM 92 - Óðinn Valdimarsson - Í bjórkjallaranum / Augun þín blá // Helena Eyjólfsdóttir - Það sem ekki má / Gettu hver hún er (öll lögin eru úr sjónleiknum Allra meina bót) - 1961
 • EXP-IM 93 - Ragnar Bjarnason - Vorkvöld í Reykjavík / Landafræði og ást // Sigurdór Sigurdórsson - Þórsmerkurljóð / Ragnar Bjarnason - Komdu í kvöld - 1961
 • EXP-IM 94 - Hljómsveit Magnúsar Péturssonar - Boðið upp í dans nr.3, Suðuramerískir dansar og jive - 1961
 • EXP-IM 95 - Hljómsveit Magnúsar Péturssonar - Boðið upp í dans nr.4, Barnaleikir og barnadansar - 1961
 • EXP-IM 96 - Hljómsveit Svavars Gests - Tvistkvöld (innih.: (ásamt Ragnari Bjarna) - The peppermint twist / Twistin’ at the hop / You must have been a beautiful // (ásamt Helenu Eyjólfsdóttur) - The twistin’ postman / Twist here / Everybody´s twistin’ down in Mexico - 1962
 • EXP-IM 97 - Ragnar Bjarnason - Ship-o-hoj // Nótt í Moskvu - 1962
 • EXP-IM 98 - Alfreð Clausen og Tónalísur - Mamma mín // Ömmubæn - 1962
 • EXP-IM 99 - Eyþór Þorláksson - Leikur á gítar (innih.: Tonight // Bali ha) - 1962
 • EXP-IM 100 - Ragnar Bjarnason - Heyr mitt ljúfasta lag // Verty sæl mey - 1962
 • EXP-IM 101 - Alfreð Clausen og Sigrún Ragnarsdóttir - Það er svo glatt / Þrá / Vinarkveðja / Nú vagga skip / Sjómaður dáðadrengur / Jósep, Jósep / Ramóna / Skauta polki // Lánið eltir Jón / Ólafía hvar er Vigga / Ástleitnu augun þín brúnu / Rauðar rósir / Kalli á Hóli / Blátt lítið blóm eitt er / Hún Kata mín og ég / Komdu inn í kofann minn / Kátir dagar - 1962
 • EXP-IM 102 - Hljómsveit Jan Morávek - Göngum göngum// Afi minn fór á honum Rauð// Fuglinn segir bí, bí, bí// Göngum við í kringum einiberjarunn// Það búa litlir dvergar// Hann Tumi fer á fætur // Í skólanum // Það er leikur að læra // Litli gimbill // A-B-C-D // Dansi, dansi dúkkan mín // Signir sól // Siggi var úti // Trúðu á tvennt í heimi - 1962
 • EXP-IM 103 - Ragnar Bjarnason - Vertu sæl mín kæra // Stafróf ástarinnar - 1963
 • EXP-IM 104 - Barnakór Landakotsskóla - Kyrie, Sanctus, Benedictus, Agnus Dei (úr Messa facile) / Ave Maria / Magnum Nomen Domini // Hljóða nótt, heilaga nótt / Heyrum söng // Í Betlehem - 1963
 • EXP-IM 105 - Sigrún Ragnarsdóttir og Alfreð Clausen - Fyrr var oft í koti kátt / Dansið nú meyjar / Manstu kvöldið / Violetta / Hvað getur hann Stebbi gert af því / Ég horfi Inn í augun þín bláu / Stop Mazurki / Ég er hinn frjálsi förusveinn // Jón, ó, Jón / Hann Þórður gamli þraukar enn / Parísarnótt / Ég gef þér vorsins rauðu rós / Himneskar spánskar nætur / Í fyrsta sinn ég sá þig / Tennessee polki - 1963
 • EXP-IM 106 - Ragnar Bjarnason - Limbó rock / Limbó dans // Limbó í nótt / Limbó twist - 1963
 • EXP-IM 107 - Savannatríó - Á Sprengisandi / Kvölda tekur, sezt er sól // Suðurnesjamenn / Gilsbakkaþula - 1963
 • EXP-IM 108 - Ragnar Bjarnason - Ég man hverja stund // Skipstjóravalsinn - 1963
 • EXP-IM 109 - Ragnar Bjarnason - Syrpa (Pálína, Gunna var í sinni sveit, úr 50c glasi..) // Ef þú grætur - 1964
 • EXP-IM 110 - Bjarni Björnsson - Gullnar minningar nr.1. (innih.: Nikkólína / Hann hefur það með sér / Alveg eins og ég / Aldamótaljóð - 1964
 • EXP-IM 111 - Bjarni Björnsson - Gullnar minningar nr.2. (innih.: Bílavísur / Konuvísur // Komdu og skoðaðu í kistuna mína / Sjómannasöngur - 1964
 • EXP-IM 112 - Sigrún og Alfreð - Hin gömlu kynni gleymast ei (innih.: Við göngum svo léttir í lundu / Fyrst allir aðrir þegja / Þú ert yndið mitt yngsta og besta / Út við himinbláu sundi / Óralangur áll / Blærinn í laufi / Hin gömlu kynni gleymast ei // Að lífið sé skjálfandi lítið gras / Kakali gerist konungsþjónn / Komdu og skoðaðu í kistuna mína / Nú andar hinn blíði blær / Ég labbaði inn Laugaveg um daginn / Hulda spann / Tóta littla tindilfætt / Íslenskir tónar óma - 1964
 • EXP-IM 113 - Alfreð Clausen og Tónalísur - Brúnaljósin brúnu / Sólarlag í Reykjavík // Ömmubæn / Mamma mín - 1964
 • EXP-IM 114 - Ragnar Bjarnason - Vertu sæl mey / Heyr mitt ljúfasta lag // Vertu sæl mín kæra / Ship-o-hoj - 1964
 • EXP-IM 115 - Hljómsveit Svavars Gests ásamt Önnu Vilhjálms og Berta Möller - Heimilisfriður // Ef þú giftist mér (úr sjónleiknum Gísl) - 1964
 • EXP-IM 116 - Barnakór Hlíðaskóla - Jólasálmar og jólasöngvar (innih.: Það á að gefa börnum brauð / Jólasveinar ganga um gólf / Pabbi segir / Jólakvæði / Heims um ból // Komið þér hirðar / Bjart er yfir Betlehem / Gloria / Faðir gjör mig lítið ljós) - 1964
 • EXP-IM 117 - Savannatríó - Það er svo margt / Havah nageela // Austan kaldinn / Bjarni bróðir minn - 1964
 • EXP-IM 118 - Hljómsveit Svavars Gests, Anna Vilhjálms, Berti Möller og Elly Vilhjálms syngja - (innih: Þá varstu ungur / Sólbrúnir vangar // Ég veit þú kemur / Síldarstúlkurnar - 1964
 • EXP-IM 119 - Soffía og Anna Sigga - Komdu niður / Snjókarlinn / Órabelgur // Alfreð Clausen og Konni - Segðu mér sögu / Elsku mey ég dey - 1964
 • EXP-IM 120 - Ingibjörg Þorbergs - Hin fyrstu jól // Klukknahljóð - 1964
 • EXP-IM 121 - Alfreð Clausen - Kveðja sjómannsins // Heim - 1964
 • EXP-IM 122 - Alfreð Clausen - Suðræn ást / Hinsti geislinn // Söknuður // Lilja - 1964
 • 45-1000 - Helena Eyjólfsdóttir og Óðinn Valdimarsson - Manstu ekki vina / Ó nei // Enn á ný / Ég á mér draum (1959) - 1959
 • 45-1001 - Helena Eyjólfsdóttir - Borgin sefur // Syngdu glaðan söng - 1959
 • 45-1003 - Helena Eyjólfsdóttir - Bewitched // But not for me - 1959
 • 45-2004 - Óðinn, Helena og Atlantic kvartettinn - Ég skemmti mér // Segðu nei - 1959
 • 45-2005 - Óðinn Valdimarsson - Einsi kaldi úr Eyjunum // Magga - 1960
 • 45-2006 - Óðinn Valdimarsson og K.K. sextettinn - Í Kjallaranum // Saga farmannsins - 1960
 • 45-2007 - Óðinn Valdimarsson - Vina, litla vina // Flakkarinn - 1960
 • 45-2008 - Ragnar Bjarnason - Rock og Cha-cha-cha // Ævintýri - 1960
 • 45-2009 - Ragnar Bjarnason - Komdu í kvöld // Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig - 1960
 • 45-2010 - Elly Vilhjálms - Ég vil fara upp í sveit // Kveðju sendir blærinn - 1960
 • 45-2011 - Óðinn Valdimarsson - 14 ára // Ég er kominn heim - 1960
 • 45-2012 - Hljómsveit Svavars Gests ásamt Sigurdór og Kvennakór - Mustafa // Þórsmerkurljóð - 1960
 • 45-2013 - Soffía og Anna Sigga - Sumar er í sveit // Óli Prakkari - 1960
 • 45-2014 - Ragnar Bjarnason - Farðu frá... // Hún var með dimmblá augu - 1960
 • 45-2015 - Ragnar Bjarnason - Hún Gunna og hann Jón // Eins og fólk er flest (pressuð í gulan vinyl) - 1960
 • 45-2016 - Ragnar Bjarnason - Litla stúlkan mín // Ég er kokkur á kútter frá Sandi - 1960
 • 45-2017 - Sigrún Jónsdóttir - Augustin // Fjórir kátir þrestir - 1960
 • 45-2020 - Ragnar Bjarnason - Ég er alltaf fyrir öllum // Komdu vina - 1961
Útgáfuröðin Stjörnuhljómplötur - 45 snúninga plötur
 • ST.PL.1 - Soffía og Anna Sigga með tríói Árna Ísleifs - Órabelgur // Gerður Benediktsdóttir með tríói Árna Ísleifs - Æ, ó, aumingja ég - 1959
 • ST.PL.2 - S.A.S. tríóið með rokkhljómsveit Árna Ísleifs - Allt í lagi // Jói Jóns - 1959
 • ST.PL.3 - Soffía og Anna Sigga með tríói Árna Ísleifs - Komdu niður // Snjókarlinn - 1959
 • ST.PL.4 - Erling Ágústsson með hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar - Oft er fjör í Eyjum // Þú ert ungur enn - 1959
 • ST.PL 5 - Erling Ágústsson með hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar - Við gefumst aldrei upp // Maja litla - 1959
LP (Long Playing) - 33 snúninga plötur
 • LPIT 1000/1 - Ýmsir - Lög frá liðnum árum nr. 1 - 2 (dægurlög) - 1960
 • LPIT 1002/3 - Ýmsir - Söngvar frá Íslandi nr. 1 - 2 (sönglög)- 1960

Plötuumslag verður til breyta

 
Þorleifur Þorleifsson aðalhönnuður Íslenzkra tóna

Aðalhöfundurinn að útliti Íslenzkra tóna og velflestra plötuumslaga fyrirtækisins er Þorleifur Þorleifsson teiknari, ljósmyndari og leikmyndahönnuður, (fæddur 17. febrúar 1917, látinn 22. júlí 1974). Hann og bróðir hans Oddur ráku saman ljósmyndavöruverslunina Amatör og studio að Laugavegi 55, skáhalt á móti Drangey við hliðina á Kjörgarði, þannig að hæg voru heimatökin þegar Íslenzkir tónar áttu í hlut. Þegar kvikmyndagerð hófst á Íslandi uppúr 1940 dembdu þeir bræður sér í bransann og störfuðu með Óskari Gíslasyni að gerð kvikmynda. Þorleifur skrifaði meðal annars öll handritin að kvikmyndum Óskars og sagði Óskar að handritið að „Síðasta bænum í dalnum“ (sem Þorleifur skrifaði eftir sögu Lofts Guðmundssonar) væri „meistaraverk“[5] . Þorleifur útbjó líka listilega leikmynd og tæknibrellur í þeirri kvikmynd.

Við gerð plötuumslaga var allt letur á framhliðum þeirra handteiknað af Þorleifi sem og vörumerki Íslenzkra tóna. Hann studdist við ljósmyndir við vinnu sína og blandaði saman ólíkum listformum (blandaðri tækni) svo úr urðu eftirminnileg listaverk, saman ber umslagið EXP-IM_35. Það er unnið með lit ofan í ljósmynd sem hann tók við gerð myndarinnar "Björgunarafrekið við Látrabjarg". Þorleifur teiknaði líka nokkur umslög frá grunni svo sem EXP-IM_68 og EXP-IM_72. Ljósmyndarinn Oddur Þorleifsson tók einnig margar myndanna sem prýða umslög útgáfunnar.

Hér getum við séð dæmi um vinnsluferli plötuumslags. Það er platan Delerium Bubonis (EXP-IM 70) með lögum úr samnefndum söngleik eftir þá bræður Jón Múla og Jónas Árnasyni sem frumsýndur var í Iðnó (Leikfélag Reykjavíkur) 1959 við gífurlegar vinsældir.

Danslagatextar Drangeyjarútgáfunnar 1949-1956 breyta

Fyrstu tvö textahefti Drangeyjarútgáfunnar komu út síðla árs 1949. Helgi Kristinsson safnaði 220 textum fyrir fyrstu tvö heftin. Í hefti 8 sem kom út 1953 er fyrst vísað í plötur Íslenzkra tóna. Fyrir utan íslenska og erlenda texta eru stuttar umfjallanir um textahöfunda, söngvara og hljómsveitir.

Neðanmálsgreinar breyta

 1. Morgunblaðið, 29. september 1948, bls. 16. Frétt um sýningar síðari hluta kvikmyndar Óskars Gíslasonar um Reykjavík vorra daga.
 2. Morgunblaðið 21. nóvember 1952, bls. 4. Alþýðublaðið, 21. nóvember 1952, bls. 7. Vísir, 21. nóvember 1952, bls. 2.
 3. Alþýðublaðið, 6. júlí 1963, bls. 7
 4. Vísir 8. desember 1955, bls, 7. Dæmi um lagaval bandaríska söngvarans.
 5. Morgunblaðið, 31. júlí 1974, bls. 26. Minningargrein um Þorleif Þorleifsson eftir Óskar Gíslason

Tenglar breyta