Íslensk dægurlög 1
(Endurbeint frá EXP-IM 4)
Íslensk dægurlög 1 er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni flytur Sigfús Halldórsson tvö lög við eigin undirleik, Ingibjörg Þorbergs og Alfreð Clausen syngja lag með hljómsveit Josef Felzmann og Alfreð Clausen syngur lag með sömu hljómsveit. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló. Prentun: Alþýðuprentsmiðjan.
Íslensk dægurlög 1 | |
---|---|
EXP-IM 4 | |
Flytjandi | Sigfús Halldórsson, Alfreð Clausen, Ingibjörg Þorbergs |
Gefin út | 1954 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |