Sigurður Ólafsson og Sigurveig Hjaltested - Blikandi haf
(Endurbeint frá IM 111)
Sigurður Ólafsson og Sigurveig Hjaltested er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1956. Á henni syngur Sigurður Ólafsson Sjómannavalsinn og Sigurður og Sigurveig Hjaltested syngja saman Blikandi haf. Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar leikur undir í Sjómannavalsinum en hljómsveit Carl Billich leikur undir í Blikandi hafi. Platan er endurútgáfa af lögum á IM 20 og IM 30. Hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Sigurður Ólafsson og Sigurveig Hjaltested | |
---|---|
IM 111 | |
Flytjandi | Sigurður Ólafsson, Sigurveig Hjaltested, tríó Bjarna Böðvarssonar, tríó Jan Morávek, hljómsveit Carl Billich |
Gefin út | 1956 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |