Alfreð Clausen - Hvar ertu
(Endurbeint frá IM 39)
Alfreð Clausen syngur Hvar ertu? er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur Alfreð Clausen lögin Hvar ertu og Í faðmi Dalsins með tríó Aage Lorange. Með Aage spila Þorvaldur Steingrímsson og Paul Bernburg. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Alfreð Clausen syngur Hvar ertu? | |
---|---|
IM 39 | |
Flytjandi | Alfreð Clausen, Aage Lorange, Þorvaldur Steingrímsson, Paul Bernburg |
Gefin út | 1954 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Lagalisti
breyta- Hvar ertu? - Lag - texti: Oliver Guðmundsson – Runólfur Stefánsson
- Í faðmi dalsins - Lag - texti: Bjarni Gíslason - Guðmundur Þórðarson - ⓘ
Í faðmi dalsins
breytaLagið Í faðmi dalsins hlaut 3. verðlaun í danslagakeppni SKT, í flokknum „Nýju dansarnir”, árið 1953.