Hvað er svo glatt

(Endurbeint frá EXP-IM 101)

Hvað er svo glatt er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1962. Á henni syngja Alfreð Clausen og Sigrún Ragnars nokkur eldri lög við undirleik Jan Morávek. Platan er sú fyrsta af þremur plötum í röðinni Tekið undir með Sigrúnu og Alfreð. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló.

Hvað er svo glatt
Bakhlið
EXP-IM 101
FlytjandiAlfreð Clausen, Sigrún Ragnars, kór og hljómsveit Jan Morávek
Gefin út1962
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Hvað er svo glatt
  2. Þrá
  3. Vinarkveðja
  4. Nú vagga skip
  5. Sjómaður dáðadrengur - Hljóðdæmi
  6. Jósep, Jósep
  7. Ramóna
  8. Skauta polki
  9. Lánið eltir Jón - Hljóðdæmi
  10. Ólafía hvar er Vigga
  11. Ástleitnu augun þín brúnu
  12. Rauðar rósir
  13. Kalli á Hóli - Hljóðdæmi
  14. Blátt lítið blóm eitt er
  15. Hún Kata mín og ég
  16. Komdu inn í kofann minn
  17. Kátir dagar

Textablöð með plötunni

breyta