Tónasystur - Bergmál

(Endurbeint frá IM 90)

Tónasystur er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1955. Á henni syngur sönghópurinn Tónasystur lögin Bergmál og Unnusta sjómannsins. Tríó Jan Morávek leikur undir en auk Jan sem lék á píanó, lék Eyþór Þorláksson á gítar og Erwin Koeppen á bassa. Tónasystur eru þær Eygló Viktorsdóttir, Hulda Viktorsdóttir, Sigríður Pétursdóttir, Sigríður Þóra Bjarnadóttir, Þórdís Stefánsdóttir og Þórunn Pálsdóttir. Útsetning: Jan Morávek. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Tónasystur
Bakhlið
IM 90
FlytjandiTónasystur, tríó Jan Morávek
Gefin út1955
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti breyta

  1. Bergmál - Lag - texti: Þórunn Franz - Jenni Jónsson - Hljóðdæmi
  2. Unnusta sjómannsins - Lag - texti: Sænskur sjómannsvals - Freysteinn Gunnarsson

Tónasystur breyta

 
Tónasystur komu fyrst fram opinberlega á revíukabarettum Íslenzkra tóna í Austubæjarbíói í apríl 1955. Þetta er eina sólóplata Tónasystra, en þær sungu inn á plötur með Alfreð Clausen, IM 79 og Jóhanni Möller, IM 78.