Maria Lagarde og Alfreð Clausen - Síðasti dansinn
Maria Lagarde og Alfreð Clausen | |
---|---|
IM 58 | |
Flytjandi | Maria Lagarde, Alfreð Clausen, hljómsveit Carl Billich |
Gefin út | 1954 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Maria Lagarde og Alfreð Clausen er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur Maria Lagarde lagið This is beautiful music to love by og María og Alfreð Clausen syngja saman lagið Síðasta dansinn. Hljómsveit stjórnaði Carl Billich. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Lagalisti
breyta- Síðasti dansinn - Lag - texti: Óðinn Þórarinsson - Loftur Guðmundsson - ⓘ
- This is beautiful music to love by - Lag - texti: Schreiber - Sigman
Tilurð plötunnar
breytaDanska revíusöngkonan og dansarinn Maria Lagarde kom til Íslands 1954 til að skemmta á sumarhótelinu Jaðri.[1] Hún kom víðar fram, meðal annars á skemmtidagskrá SKT í Austurbæjarbíói 16. júlí 1954.[2] Gerður var góður rómur að söng hennar og taldi Tage Ammendrup upplagt að söngkonan tæki lagið á plötu. Hann fékk Alfreð Clausen til að flytja með henni hið stórgóða íslenska lag Óðins Þórarinssonar Síðasta dansinn.
Heimildir
breytaTenglar
breyta- http://www.danskefilm.dk/index2.html - Frekari upplýsingar um Mariu Lagarde.