Svavar Lárusson syngur erlend dægurlög 2
(Endurbeint frá EXP-IM 12)
Svavar Lárusson syngur erlend dægurlög 2 | |
---|---|
EXP-IM 12 | |
Flytjandi | Svavar Lárusson, Monti tríóið |
Gefin út | 1955 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Svavar Lárusson syngur erlend dægurlög 2 er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1955. Á henni flytur Svavar Lárusson fjögur lög með Monti tríóinu. Lögin komu einnig út á 78 snúninga plötunum IM 48 og IM 49. Platan er hljóðrituð í Stuttgart í Þýskalandi. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló. Prentun: Alþýðuprentsmiðjan.
Lagalisti
breyta- Upp til fjalla - Lag - texti: Horton - Jón Sigurðsson
- Sestu hérna hjá mér ástin mín - Lag - texti: Liliuokalani - Jón frá Ljárskógum
- Sjana síldarkokkur - Lag - texti: Mascheroni - Loftur Guðmundsson -ⓘ
- Rósir og vín - Lag - texti: Winkler - Jón Haraldsson - ⓘ