Jólasálmar

(Endurbeint frá EXP-IM 58)

Jólasálmar er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1958. Á henni syngur Helena Eyjólfsdóttir fjóra jólasálma við undirleik Páls Ísólfssonar og Ragnars Björnssonar sem leika á Dómkirkjuorgelið. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló.

Jólasálmar
Bakhlið
EXP-IM 58
FlytjandiHelena Eyjólfsdóttir, Páll Ísólfsson, Ragnar Björnsson
Gefin út1958
StefnaJólasálmar
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Heims um ból - Lag - texti: . Franz Gruber - Sveinbjörn Egilsson
  2. Í Betlehem er barn oss fætt - Lag - texti: Danskt þjóðlag - Valdimar Briem - Hljóðdæmi
  3. Ó Jesú bróðir besti - Lag - texti: Berggren - Páll Jónsson - Hljóðdæmi
  4. Ástarfaðir himinhæða - Lag og texti: Reichardt - Steingrímur Thorsteinsson



Ó, Jesús bróðir besti. Sb. 503

breyta
Ó, Jesús bróðir bezti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái' að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði
og lífsins veginn greiði.
Mig styrk í stríði nauða,
æ, styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi' í mínu hjarta.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.


Páll Jónsson

A. P. Berggreen