Óðinn, Helena og Atlantic kvartettinn

(Endurbeint frá 45-2004)

Óðinn, Helena og Atlantic kvartettinn er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1959. Á henni flytja Helena Eyjólfsdóttir og Óðinn Valdimarsson tvö lög ásamt Atlantic kvartettinum. Kvartettinn skipuðu Finnur Eydal, saxófónn, klarinett, Ingimar Eydal, píanó, Edwin Kaaber, bassi og Sveinn Óli Jónsson, trommur. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló.

Óðinn, Helena og Atlantic kvartettinn
Forsíða Óðinn, Helena og Atlantic kvartettinn

Bakhlið Óðinn, Helena og Atlantic kvartettinn
Bakhlið

Gerð 45-2004
Flytjandi Helena Eyjólfsdóttir, Óðinn Valdimarsson, Atlantic kvartettinn
Gefin út 1959
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

LagalistiBreyta

  1. Ég skemmti mér - Lag - texti: Whiting - Jón Sigurðsson - Hljóðdæmi 
  2. Segðu nei - Lag - texti: Pritchett - Jón Sigurðsson - Hljóðdæmi