Vertu sæl mín kæra - Stafróf ástarinnar

(Endurbeint frá EXP-IM 103)

Vertu sæl mín kæra - Stafróf ástarinnar er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1963. Á henni syngur Ragnar Bjarnason með hljómsveit Svavars Gests lögin Vertu sæl mín kæra og Stafróf ástarinnar. Magnús Ingimarsson útsetur lögin. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló.

Vertu sæl mín kæra - Stafróf ástarinnar
Forsíða Vertu sæl mín kæra - Stafróf ástarinnar

Bakhlið Vertu sæl mín kæra - Stafróf ástarinnar
Bakhlið

Gerð EXP-IM 103
Flytjandi Ragnar Bjarnason, hljómsveit Svavars Gests
Gefin út 1963
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

LagalistiBreyta

  1. Vertu sæl mín kæra - Lag - texti: Freed, Livingstone - Valgeir Sigurðsson - Hljóðdæmi 
  2. Stafróf ástarinnar - Lag - texti: Kaye, Wise, Lippman - Loftur Guðmundsson - Hljóðdæmi 


Textabrot af bakhlið plötuumslagsBreyta

 

Úr hinum stóra hópi laga, sem hljómsveitin kynnti í útvarpsþættinum "NEFNDU LAGIÐ" árið 1960, valdi ég tvö lög á hljómplötu, sem var um leið fyrsta plata hljómsveitarinnar. Lögin þekkja allir því þau voru Mústafa og Þórsmerkurljóð.

Ári síðar, þegar þátturinn "GETTU BETUR" var í útvarpinu kynnti hljómsveitin tvö lög, sem bæði voru með textum eftir dr. Sigurð Þórarinsson. Þessi tvö lög valdi ég síðan á hljómplötu, sem varð ekki síður vinsæl en hin fyrri, en lögin á þessari plötu voru Vorkvöld í Reykjavík og Landafræði og ást.

Úr útvarpsþætti þeim, sem við erum nú viðriðnir hefi ég valið tvö lög inn á hljómplötu. Hið fyrra þeirra er lag, sem var mjög vinsælt fyrir 15 árum og gerði Loftur Guðmundsson rithöfundur texta við það þá, en þennan ágæta texta Lofts notum við að sjálfsögöu á plötunni. Lagið heitir Stafróf ástarinnar. Síðara lagið var eitt af vinsælli danslögunum erlendis árið 1962 en íslenzki textinn við það er eftir Valgeir Sigurðsson kennara á Seyðisfirði, sem hefur gert nokkra ágæta texta, sem hljómsveitin hefur notað undanfarið. Lagið heitir Vertu sæl mín kæra.

Ef til vill verða þetta vinsælustu lögin á Íslandi árið 1963, tvö vel samin lög meö vönduðum textum í frábærri útsetningu Magnúsar Péturssonar að ógleymdum söng Ragnars Bjarnasonar, sem sjaldan hefur verið betri en í þessum lögum.

Góða skemmtun, - Svavar Gests