Lögbann er aðgerð til að stöðva byrjaða eða yfirvofandi athöfn. Sá sem óskar eftir lögbanni hjá yfirvaldi (sýslumanni) þarf að sanna eða sýna fram á að mjög líklegt sé að athöfnin sem hann vill stöðva brjóti eða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans og að þegar hafi verið hafist handa við að gera það sem lögbannið á að stöðva eða það muni vera gert og ekki sé tími til að bíða dóms, réttindi hans muni fara forgörðum eða verða fyrir teljandi spjöllum verði hann knúinn til að bíða dóms um þau. Lögbann er neyðarráðstöfun til að hindra tafarlaust einhvera athöfn en sá sem biður um lögbann þarf að höfða staðfestingarmál fyrir héraðsdómi innan viku frá því lögbann var lagt á. Annars fellur lögbannið niður. Lögbann getur verið sett á athafnir eins og niðurrif húss eða byggingu mannvirkis en einnig á notkun á vörumerki. Nokkur mál hafa komið upp þar sem lögbann hefur verið sett á birtingu upplýsinga. Í október 2017 var sett lögbann á birtingu upplýsinga um bankaviðskipti í Glitni fyrir Hrun en fjölmiðillinn Stundin hafði birt greinaflokk sem rakti fjármálaferil forsætisráðherra.

Heimildir

breyta