Óli prakkari - Soffía og Anna Sigga

(Endurbeint frá 45-2013)

Óli prakkari er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1960. Á henni flytja Soffía og Anna Sigga, krakkakór og hljómsveit Árna Ísleifs tvö lög. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Forsíða: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló. Prentun: ÞEGG. Platan er gefin út undir merkinu Stjörnuhljómplötur.

Óli prakkari
Forsíða Óli prakkari - Soffía og Anna Sigga

Bakhlið Óli prakkari - Soffía og Anna Sigga
Bakhlið

Gerð 45-2013
Flytjandi Soffía og Anna Sigga, krakkakór, hljómsveit Árna Ísleifs
Gefin út 1960
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar


LagalistiBreyta

  1. Sumar er í sveit - Lag - texti: Árni Ísleifs - Númi - Hljóðdæmi 
  2. Óli prakkari - Lag - texti: Árni Ísleifs - Númi

Sumar er í sveitBreyta

Sumar er í sveit,
sólin björt og heit,
Hátt á himni ljómar,
hýrgar grænan reit.
Þá svo indælt er
úti að leika sér.
Bráðum lifna á lyngi
lítil krækiber.
Úti í sól og sumaryl
sælt er þá að vera til.
Þegar ómar allt af söng
ekki verða kvöldin löng.
Tra la la la la la la o.s.frv.
Létt og glöð er lund
leikur hverja stund.
litlar andarungar
æfa á tjörnum sund.
Lömbin kát og létt
lyfta sér á sprett.
Lækjarfiskar lóna
lygnan hyl við klett.
Úti í sól og sumaryl o.s.frv.
Blómin gul og blá
bala grænum á.
Öllum veita yndi
yl og birtu þrá.
Uppi í hömrum hátt
hrafninn krunkar dátt.
Ljúfur lóu kliður
Loftið fyllir blátt.
Úti í sól og sumaryl o.s.frv.

Ljóð: Númi