Lögin úr leikritinu Kardemommubænum
Kardemommubærinn er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1960. Á henni eru 13 lög úr sýningu Þjóðleikhússins á Kardemommubæ Thorbjörn Egner frá 1960. Þýðing var í höndum Helgu og Huldu Valtýsdætra, ljóðaþýðingu gerði Kristján frá Djúpalæk og leikstjóri var Klemens Jónsson. Hljómsveitarsjóri var Carl Billich og sögumaður Róbert Arnfinnsson. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Ljósmyndir á bakhlið: S. Vignir. Pressun: AS Nera í Osló. Prentun: ÞEGG.
Kardemommubærinn | |
---|---|
EXP-IM 71 | |
Flytjandi | Leikarar Þjóðleikhússins, hljómsveit undir stjórn Carl Billich |
Gefin út | 1960 |
Stefna | Barnaleikrit með söngvum |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Lagalisti
breytaFlytjendur á plötu
breytaUppfærsla Þjóðleikhússins á Kardemommubænum 1960 varð feykivinsæl. Sýningar urðu alls 75 og um 46.000 manns sáu verkið.[1] Ræningjana léku Ævar Kvaran, Baldvin Halldórsson og Bessi Bjarnason. Róbert Arnfinnsson lék bæjarfógetann, Emilía Jónasdóttir lék Soffíu frænku og Kamillu litlu lék Emilía Ólafsdóttir. Aðrir leikarar sem koma fram á plötunni eru Helgi Skúlason, Anna Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einarsson. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika undir stjórn Carl Billich og barnakór og aðrir leikarar syngja með.
Heimildir
breyta- ↑ Æskan, 1. nóvember 1962, bls. 241.