Skapti Ólafsson og félagar - Ef að mamma vissi það

(Endurbeint frá IM 117)

Skapti Ólafsson og félagar er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1957. Á henni syngur Skapti Ólafsson tvö rokklög útsett af Magnúsi Ingimarssyni. Um er að ræða fyrstu rokklög sem tekin eru upp á Íslandi.[1] Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Skapti Ólafsson og félagar
Bakhlið
IM 117
FlytjandiSkapti Ólafsson, Magnús Ingimarsson, G. Sveins, M. Randrup, P. Jónsson, D. Walker
Gefin út1957
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Syngjum hátt og dönsum - Lag - texti: Bell, Lattanzi - Elsa Magnúsdóttir - Hljóðdæmi
  2. Ef að mamma vissi það - Lag - texti: Endsley - Skafti Sigurþórsson - Hljóðdæmi

Heimildir

breyta
  1. 'Sjá Gestur Guðmundsson. Rokksaga Íslands: Frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna. Forlagið. 1990. Bls. 30.