Alfreð Clausen - Lagið úr "Rauðu myllunni"

(Endurbeint frá IM 31)

Alfreð Clausen syngur erlend lög er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni syngur Alfreð Clausen lagið „úr Rauðu myllunni” og Söng sjómannsins við undirleik kvintetts Josef Felzmann. Kvintettinn skipuðu auk Josef, þeir Carl Billich, Karl Lilliendahl, Jóhannes Eggertsson og Einar B. Waage. Útsetning: Josef Felzmann. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Alfreð Clausen syngur erlend lög
Bakhlið
IM 31
FlytjandiAlfreð Clausen, Josef Felzmann, Carl Billich, Karl Lilliendahl, Jóhannes Eggertsson, Einar B. Waage
Gefin út1953
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Lagið úr Rauðu myllunni - Lag - texti: Auric - Ingólfur Kristjánsson - Hljóðdæmi
  2. Söngur sjómannsins - Lag - texti: Carl og Roger Yale - Loftur Guðmundsson