Sigrún Jónsdóttir og K.K. sextettinn - Ástartöfrar
(Endurbeint frá IM 17)
Sigrún Jónsdóttir og K.K. sextettinn er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni syngur Sigrún Jónsdóttir tvö lög með K.K. sextett og syngur Alfreð Clausen með henni í Lukta-Gvendi. Sextettinn skipa Kristján Kristjánsson hljómsveitarstjóri, Ólafur Gaukur Þórhallsson, Gunnar Ormslev, Kristján Magnússon, Einar Jónsson, Pétur Urbancic og Björn Ingþórsson. Þeir tveir síðastnefndu spila í sínu laginu hvor. Ólafur Gaukur útsetti. Rangur plötumiði var á annarri hlið plötunnar (óvíst hvort svo var á öllu upplaginu) en hér er sýndur réttur miði. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Sigrún Jónsdóttir og K.K. sextettinn | |
---|---|
IM 17 | |
Flytjandi | Sigrún Jónsdóttir, K.K. sextettinn |
Gefin út | 1953 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |