Hljómsveit Svavars Gests, Anna Vilhjálms, Berti Möller og Elly Vilhjálms - Síldarstúlkurnar

(Endurbeint frá EXP-IM 118)

Síldastúlkurnar er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1964. Á henni flytur hljómsveit Svavars Gests fjögur ný lög eftir Oddgeir Kristjánsson ásamt söngvurunum Önnu Vilhjálms, Berta Möller og Elly Vilhjálms. Texarnir eru allir eftir Ása í Bæ. Útsetningu annaðist Magnús Ingimarsson. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Síldastúlkurnar
Forsíða Hljómsveit Svavars Gests, Anna Vilhjálms, Berti Möller og Elly Vilhjálms - Síldarstúlkurnar

Bakhlið Hljómsveit Svavars Gests, Anna Vilhjálms, Berti Möller og Elly Vilhjálms - Síldarstúlkurnar
Bakhlið

Gerð EXP-IM 118
Flytjandi Hljómsveit Svavars Gests, Anna Vilhjálms, Berti Möller, Elly Vilhjálms. Grettir Björnsson
Gefin út 1964
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

LagalistiBreyta

  1. Þá varstu ungur - Lag og texti: Oddgeir Kristjánsson - Ási í Bæ
  2. Sólbrúnir vangar - Lag og texti: Oddgeir Kristjánsson - Ási í Bæ
  3. Ég veit þú kemur - Lag og texti: Oddgeir Kristjánsson - Ási í Bæ - Hljóðdæmi 
  4. Síldarstúlkurnar - Lag og texti: Oddgeir Kristjánsson - Ási í Bæ - Hljóðdæmi 


Textabrot af bakhlið plötuumslagsBreyta

 

Hin fallegu lög Oddgeirs Kristjánssonar í Vestmannaeyjum þekkja allir. Hann hefur um árabil samið eitt lag á ári í tilefni af þjóðhátíð Vestmannaeyja, auk annarra laga, sem hann hefur samið.

Tvö af lögunum á þessari plötu vorum við fyrstir til að leika opinberlega, Sólbrúnir vangar, sem var þjóðhátíðarlagið 1961 og Þá varstu ungur sem var þjóðhátíðarlagið 1963. Hin tvö lögin höfum við einnig leikið oft, og öll lögin höfum við tekið til meðferðar í Útvarpinu. Þess vegna ættu all-margir að þekkja þessi lög, að því viðbættu að margar aðrar hljómsveitir leika lög þessi oft, því að lög Oddgeirs Kristjánssonar falla alltaf og alls staðar í góðan jarðveg. Ég veit þú kemur var þjóðhátíðarlag 1962 og Sildarstúlkurnar hljómuðu um allan Herjólfsdal 1953.

Textarnir við öll lögin eru eftir Ása í Bæ - þeir falla hver að sínu laginu eins vel og framast verður á kosið, enda fáir sem standast Ása í Bæ snúning í þessum efnum.

Söngvarar hljómsveitarinnar, þau Anna Vilhjálms og Berti Möller syngja fyrsta lagið saman, annað og fjórða lagið syngur Berti einn, en þriðja lagið syngur Elly Vilhjálms, sem „gestur“ hljómsveitarinnar. Allt eru þetta kunnir söngvarar og gera lögunum hin beztu skil. Útsetningar gerði Magnús Ingimarsson, en nokkur strengjahljóðfæri eru með í tveimur laganna og harmoníka í Síldarstúlkunum, og þar er Grettir Björnsson að verki.

Þetta er ellefta hljómplatan, sem hljómsveit Svavars Gests leikur inn fyrir Íslenzka tóna. Vænti ég þess að hún fái jafn góðar viðtökur hjá ykkur og hinar tiu. ....Góða skemmtun. - Svavar Gests