Alfreð Clausen - Útþrá

(Endurbeint frá IM 112)

Alfreð Clausen syngur er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1957. Á henni syngur Alfreð Clausen lögin Útþrá og Lítið blóm með hljómsveit Jan Morávek. Ingþór Haraldsson leikur einleik á munnhörpu og Eyþór Þorláksson á gítar. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Alfreð Clausen - Útþrá
Bakhlið
IM 112
FlytjandiAlfreð Clausen, hljómsveit Jan Morávek
Gefin út1957
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Útþrá - Lag - texti: Jóhann Eymundsson - Jenni Jónsson - Hljóðdæmi
  2. Lítið blóm - Lag og texti: Jenni Jónsson


Lagið Útþrá

breyta

Lagið Útþrá eftir Jóhann Eymundsson er eitt af fáum „kúrekalögum” sem Íslenzkir tónar gáfu út. Óvanalegt var að heyra íslensk kúrekalög árið 1957. Ingþór Haraldsson leikur á munnhörpu og Eyþór Þorláksson á gítar.