Alfreð Clausen - Ágústnótt

(Endurbeint frá IM 22)

Alfreð Clausen - Ágústnótt er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni syngur Alfreð Clausen lögin Ágústnótt og Vökudraumur með hljómsveit Josef Felzmann. Í hljómsveitinni voru auk Josef, Carl Billich, Ólafur Gaukur Þórhallsson og Jóhannes Eggertsson. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Alfreð Clausen - Ágústnótt
Bakhlið
78-snúninga hljómplata
FlytjandiAlfreð Clausen, Josef Felzmann, Carl Billich, Óli G. Þórhallsson, Jóhannes Eggertsson
Gefin út1953
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenskir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Ágústnótt - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson - Árni úr Eyjum - Hljóðdæmi
  2. Vökudraumur - Lag og texti: Jenni Jónsson - Hljóðdæmi

Lögin

breyta

Lag Oddgeirs Kristjánssonar Ágústnótt er samið árið 1937. Það náði strax vinsældum sem þjóðhátíðarlag, en það var ekki fyrr en 1952, að lagið var gefið út á prenti. Í ritgerð Hafsteins Þórólfssonar um tónsmíðar Oddgeirs segir að lagið sé elsta þjóðhátíðarlagið sem reglulega sé sungið enn í dag.[1] Líklegt má telja að flutningur Alfreðs Clausen og hljómsveitar Josef Felzmann hafi aukið enn á vinsældir og útbreiðslu lagsins á sínum tíma.

Lag Jenna Jónssonar Vökudraumur fékk góðar undirtektir, þó það yrði ekki eins langlíft og Ágústnótt. Lagið fékk viðurkenningu í danslagakeppni SKT 1953 í flokknum „Nýju dansarnir”.[2]


Heimildir

breyta
  1. Hafsteinn Þórólfsson. „Oddgeir Kristjánsson. Þróun tónsmíða hans í samhengi við Þjóðhátíð Vestmannaeyja og lífshlaup hans.” Ritgerð í tónlistardeild Listaháskóla Íslands, 2011, bls. 23.
  2. Útvarpstíðindi, 1. maí 1953, bls. 13.