Carl Billich (23. júlí 191123. október 1989) var íslenskur hljómsveitarstjóri af austurrískum ættum. Hann fæddist í Vínarborg og kom til Íslands fyrst árið 1933 með hljómsveit þaðan sem hafði verið ráðin til að leika á Hótel Íslandi. Hann kvæntist Þuríði Jónsdóttur árið 1939. Við hernám Breta á Íslandi var hann handtekinn og sendur í fangabúðir til Bretlands þar sem hann var öll styrjaldarárin. Eftir stríð var hann sendur til Þýskalands og var þar án vegabréfs en fyrir tilstilli eiginkonu sinnar tókst honum að flytja aftur til Íslands 1947 þar sem hann fékk ríkisborgararétt. Hann starfaði lengi sem kórstjóri og undirleikari, auk þess að leika í hljómsveitum. Árið 1964 var hann ráðinn tónlistar- og hljómsveitarstjóri hjá Þjóðleikhúsinu og starfaði þar til 1981.

Carl Billich var mjög virkur í íslensku tónlistarlífi, útsetti og lék inn á fjölda hljómplatna, bæði sem undirleikari og með Nausttríóinu og Hljómsveit Carls Billich. Hann samdi lagið „Óli lokbrá“ við texta eftir Jakob V. Hafstein.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.