Sigurður Ólafsson - Síldarvalsinn

(Endurbeint frá IM 56)

Sigurður Ólafsson og Soffía Karlsdóttir er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur Sigurður Ólafsson hinn geysivinsæla Síldarvals og Soffía Karlsdóttir og Sigurður syngja saman Ég býð þér upp í dans, sem einnig náði almannahylli. Tríó Jan Morávek leikur undir og Jan útsetur. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Sigurður Ólafsson og Soffía Karlsdóttir
Forsíða Sigurður Ólafsson - Síldarvalsinn

Bakhlið Sigurður Ólafsson - Síldarvalsinn
Bakhlið

Gerð IM 56
Flytjandi Sigurður Ólafsson, Soffía Karlsdóttir, Jan Morávek. Eyþór Þorláksson, Erwin Koeppen
Gefin út 1954
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

LagalistiBreyta

  1. Síldarvalsinn - Lag - texti: Steingrímur Sigfússon - Haraldur Zophaníasson - Hljóðdæmi 
  2. Ég býð þér upp í dans - Lag - texti: Guðný Richter, Þórhallur Stefánsson - Örnólfur í Vík (Reinhold Richter) - Hljóðdæmi 

Ljóðið SíldarvalsinnBreyta

Syngjandi sæll og glaður,
til síldveiða nú ég held.
Það er gaman á Grímseyjarsundi
við glampandi kveldsólareld.
Þegar hækkar í lest og hleðst mitt skip
við háfana fleiri og fleiri,
svo landa ég síldinni sitt á hvað
á Dalvík og Dagverðareyri.
Seinna er sumri hallar
og súld og bræla er.
Þá held ég fleyi til hafnar
í hrifningu skemmti ég mér.
Á dunandi balli við dillandi spil
og dansana fleiri og fleiri.
Því nóg er um hýreyg og heillandi sprund
á Dalvík og Dagverðareyri

Ljóð: Haraldur Zophaníasson