Helena Eyjólfsdóttir og Atlantic kvartettinn

(Endurbeint frá EXP-IM 68)

Gamla gatan er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1959. Á henni flytja Helena Eyjólfsdóttir og Atlantic kvartettinn fjögur lög. Í kvartettinum voru Ingimar Eydal, Finnur Eydal, Sveinn Óli Jónsson og Edward Kaaber. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa, teiknari Þorleifur Þorleifsson. Pressun: AS Nera í Osló. Prentun: ÞEGG.

Gamla gatan
Bakhlið
EXP-IM 68
FlytjandiHelena Eyjólfsdóttir, Atlantic kvartettinn
Gefin út1959
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Allt verður ljúfur leikur - Lag - texti: Irwin - Jón Sigurðsson
  2. Gömul saga - Lag - texti: Livingstone - Jón Sigurðsson
  3. Gamla gatan - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson - Ási í Bæ - Hljóðdæmi
  4. Kom heim vinur - Lag - texti: Vaughn - Jón Sigurðsson