Óðinn Valdimarsson

Óðinn Valdimarsson (f. 21. janúar 1937, d. 16. júlí 2001) á Akureyri var íslenskur söngvari.

Óðinn Valdimarsson
Óðinn Valdimarsson
Óðinn Valdimarsson
Upplýsingar
FæddurÓðinn Valdimarsson
1937
Dáinn2001
StörfSöngvari
HljóðfæriRödd

Æviágrip breyta

Óðinn Valdimarsson fæddist þann 21. janúar 1937 á Akureyri og ólst þar upp, yngstur þriggja bræðra. Á uppvaxtarárum sínum var Óðinn allajafna kallaður Ódi. Foreldrar hans voru Valdimar Kristjánsson og Þorbjörg Jónsdóttir.

Óðinn lærði prentiðn á Akureyri og vann einnig ýmis störf meðal annars á sjó.

Óðinn er hvað þekktastur fyrir söng sinn, enn hann söng meðal annars með Hljómsveit Ingimars Eydal, KK sextett og Atlantic kvartettnum.

Lagið Er völlur grær (Ég er kominn heim), er gjarnan spilað á undan landsleikjum Íslands í knattspyrnu.

Óðinn lést 16. júlí 2001, hann hafði fengið krabbamein í hálsi sem varð til þess að hann missti röddina.

Útgefið efni breyta

Tónaútgáfan breyta

  • T 18 - Óðinn Valdimarsson - Blátt oní blátt - 1978

Íslenzkir tónar breyta

  • EXP-IM 65 - Óðinn Valdimarsson - Í litlum dal / Ó nei // Útlaginn / Ég vil lifa, elska, njóta - 1959
  • EXP-IM 69 - Óðinn Valdimarsson - Magga / Vina, litla vina // Einsi kaldi úr Eyjunum / Flakkarinn - 1959
  • EXP-IM 72 - Óðinn Valdimarsson - Útlaginn / Ingibjörg Þorbergs - Kvölds í ljúfum blæ // Sigurður Ólafsson og Sigurveig Hjaltested - Blikandi haf / Sigfús Halldórsson - Tondeleyo - 1960
  • EXP-IM 92 - Óðinn Valdimarsson - Í bjórkjallaranum / Augun þín blá // Helena Eyjólfsdóttir - Það sem ekki má / Gettu hver hún er (öll lögin eru úr sjónleiknum Allra meina bót) - 1961
  • 45-1000 - Helena Eyjólfsdóttir og Óðinn Valdimarsson - Manstu ekki vina / Ó nei // Enn á ný / Ég á mér draum (1959) - 1959
  • 45-2004 - Óðinn, Helena og Atlantic kvartettinn - Ég skemmti mér // Segðu nei - 1959
  • 45-2005 - Óðinn Valdimarsson - Einsi kaldi úr Eyjunum // Magga - 1960
  • 45-2006 - Óðinn Valdimarsson og K.K. sextettinn - Í Kjallaranum // Saga farmannsins - 1960
  • 45-2007 - Óðinn Valdimarsson - Vina, litla vina // Flakkarinn - 1960
  • 45-2011 - Óðinn Valdimarsson - 14 ára // Ég er kominn heim - 1960

Tenglar breyta

   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.