María Markan
María Markan Östlund (fædd María Einarsdóttir; 25. júní 1905 – 15. maí 1995) var íslensk óperusöngkona. Hún er af mörgum talin ein helsta klassíska söngkona sem Ísland hefur alið. María starfaði mjög víða, til dæmis í Berlín, Kaupmannahöfn, London og New York. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1940.
María Markan | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | María Markan 1905 |
Dáin | 1995 |
Störf | Söngvari |
Hljóðfæri | Rödd |
Æviágrip
breytaMaría fæddist í Ólafsvík og ólst síðar upp í Laugarnesinu í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Einar Markússon, síðar aðalbókari ríkisins, og kona hans, Kristín Árnadóttir. María var alin upp á mjög tónelsku heimili og æfði píanóleik frá 8 ára aldri. Hún stundaði síðar nám við Kvennaskólann í Reykjavík í tvö ár, og hugðist leggja stund á hjúkrun en var hvött til að einbeita sér að tónlistinni. Hún hélt sína fyrstu sjálfstæðu tónleika á íslandi árið 1930. Hún stundaði svo söngnám hjá Ellu Schmucker í Berlín, en hún var sjálf nemandi Pauline Viardot-Garcia af hinni víðfrægu Garcia söngfjölskyldu. Maria Markan hélt fyrstu sjálfstæðu tónleika sína í Berlín árið 1935 og var ráðin sama ár að Schiller-óperunnni í Hamborg.
Á næstu árum söng hún víðsvegar um Þýskaland og Norðurlönd. Haustið 1938 söng María hlutverk greifafrúarinnar í Brúðkaupi Figaros eftir Mozart við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Þar heyrði hinn frægi hljómsveitarstjóri Fritz Busch til hennar og réð hana umsvifalaust til að syngja sama hlutverk við hina nafntoguðu óperu í Glyndebourne á Bretlandi.
Í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar fór Maria Markan í sex mánaða söngferðalag til Ástralíu. Þaðan lá leiðin til Kanada og loks til New York, þar sem María Markan var ráðin að Metropolitan-óperunni. María Markan starfaði við Metropolitan-óperuna á árunum 1941 – 42 en árið 1942 gekk hún að eiga Georg Östlund, sem var sonur Davíðs trúboða og prentsmiðjustjóra. Þau hjón bjuggu fyrst í New York, síðan í Kanada en fluttust til Íslands árið 1955. Þau eignuðust einn son, Pétur Östlund, sem er þekktur tónlistarmaður og býr og starfar i Svíþjóð.
Eftir heimkomuna rak Maria Markan söngskóla í Reykjavík og kenndi mörgum verðandi söngvurum. Eftir lát eiginmanns síns fluttist María Markan aftur í Laugarnesið.
Útgefið efni
breytaFálkinn
breyta78 snúninga
- X 6041 - María Markan - En dröm // Der farende svend -1937
- X 6042 - María Markan - Tonerna // Mariä Wiegenlied (Vögguljóð Maríu) -1937
- X 6043 - María Markan - Augun bláu // Heimir -1937
- DB 52172 - María Markan - Dur der Schönheit (úr óp Tosca) // Eines Tages (úr óp. Madam Butterfly)
- DI 1062 - María Markan - Nótt (Nú ríkir kyrrð) // Flökkumannaljóð -1933
- DI 1063 - María Markan - Sofðu, sofðu góði // Fugl í skógi -1933
- DI 1064 - María Markan - Gott er sjúkum // Víst ert þú Jesús, kóngur klár -1933
- DI 1065 - María Markan - Ver hjá mér, drottinn // Lýs milda ljós -(1933
- GI 71 - María Markan - Kveðja // Svanasöngur á heiði -1930
45 snúninga
- CBEP 15 - María Markan - Sofðu sofðu góði / Nótt // Heimir / Oh, could I but express in song
LP
- KALP 50 - María Markan - Sönglög og óperuaríur -1975
- TE 101 - María Markan - Hljóðritanir 1929-1970 (3-LP plötu-kassi) - 1988
Hljóðfærahús Reykjavíkur
breyta78 snúninga
- PR 830 - María Markan - Draumalandið // Svanasöngur á heiði
Íslenskir Tónar
breyta78 snúninga
- IM 80 - María Markan - Söngur bláu nunnanna // Minning -1955
- IM 81 - María Markan - Kveðja // Huldumál (Hve sælt er að heyra) -1955
- IM 82 - María Markan - Ich schenk mein herz // The star -1955
- IM 83 - María Markan - Seinasta nóttin // Smalavísa -1955
- IM 84 - María Markan - Gömul þula (Það á að gefa börnum brauð) / Tí-Tí // Óli og Snati / Litlu hjónin -1955
- IM 85 - María Markan og Sigurður Ólafsson - Við eigum samleið // María Markan - Þitt augnadjúp -1955
- IM 86 - María Markan - Blómkrónur titra // Vorkvöld -1955
Einkaútgáfa
breyta78 snúninga
- Prívat PR 830 - María Markan - Draumalandið // Svanasöngur á Heiði
Tenglar
breyta- http://www.ruv.is/sarpurinn/islendingar/31082014 Geymt 9 september 2014 í Wayback Machine - Íslendingar; María Markan
- Glatkistan