María Markan

Íslensk söngkona (1905-1995)

María Markan Östlund (fædd María Einarsdóttir; 25. júní 190515. maí 1995) var íslensk óperusöngkona. Hún er af mörgum talin ein helsta klassíska söngkona sem Ísland hefur alið. María starfaði mjög víða, til dæmis í Berlín, Kaupmannahöfn, London og New York. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1940.

María Markan
María Markan söngvari
María Markan söngvari
Upplýsingar
FæddMaría Markan
1905
Dáin1995
StörfSöngvari
HljóðfæriRödd

Æviágrip

breyta

María fæddist í Ólafsvík og ólst síðar upp í Laugarnesinu í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Einar Markússon, síðar aðalbókari ríkisins, og kona hans, Kristín Árnadóttir. María var alin upp á mjög tónelsku heimili og æfði píanóleik frá 8 ára aldri. Hún stundaði síðar nám við Kvennaskólann í Reykjavík í tvö ár, og hugðist leggja stund á hjúkrun en var hvött til að einbeita sér að tónlistinni. Hún hélt sína fyrstu sjálfstæðu tónleika á íslandi árið 1930. Hún stundaði svo söngnám hjá Ellu Schmucker í Berlín, en hún var sjálf nemandi Pauline Viardot-Garcia af hinni víðfrægu Garcia söngfjölskyldu. Maria Markan hélt fyrstu sjálfstæðu tónleika sína í Berlín árið 1935 og var ráðin sama ár að Schiller-óperunnni í Hamborg.

Á næstu árum söng hún víðsvegar um Þýskaland og Norðurlönd. Haustið 1938 söng María hlutverk greifafrúarinnar í Brúðkaupi Figaros eftir Mozart við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Þar heyrði hinn frægi hljómsveitarstjóri Fritz Busch til hennar og réð hana umsvifalaust til að syngja sama hlutverk við hina nafntoguðu óperu í Glyndebourne á Bretlandi.

Í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar fór Maria Markan í sex mánaða söngferðalag til Ástralíu. Þaðan lá leiðin til Kanada og loks til New York, þar sem María Markan var ráðin að Metropolitan-óperunni. María Markan starfaði við Metropolitan-óperuna á árunum 1941 – 42 en árið 1942 gekk hún að eiga Georg Östlund, sem var sonur Davíðs trúboða og prentsmiðjustjóra. Þau hjón bjuggu fyrst í New York, síðan í Kanada en fluttust til Íslands árið 1955. Þau eignuðust einn son, Pétur Östlund, sem er þekktur tónlistarmaður og býr og starfar i Svíþjóð.

Eftir heimkomuna rak Maria Markan söngskóla í Reykjavík og kenndi mörgum verðandi söngvurum. Eftir lát eiginmanns síns fluttist María Markan aftur í Laugarnesið.

 
Sönglög og óperuaríur, framhlið.
 
Sönglög og óperuaríur, opna.
 
Sönglög og óperuaríur, bak.

Útgefið efni

breyta

Fálkinn

breyta

78 snúninga

  • X 6041 - María Markan - En dröm // Der farende svend -1937
  • X 6042 - María Markan - Tonerna // Mariä Wiegenlied (Vögguljóð Maríu) -1937
  • X 6043 - María Markan - Augun bláu // Heimir -1937
  • DB 52172 - María Markan - Dur der Schönheit (úr óp Tosca) // Eines Tages (úr óp. Madam Butterfly)
  • DI 1062 - María Markan - Nótt (Nú ríkir kyrrð) // Flökkumannaljóð -1933
  • DI 1063 - María Markan - Sofðu, sofðu góði // Fugl í skógi -1933
  • DI 1064 - María Markan - Gott er sjúkum // Víst ert þú Jesús, kóngur klár -1933
  • DI 1065 - María Markan - Ver hjá mér, drottinn // Lýs milda ljós -(1933
  • GI 71 - María Markan - Kveðja // Svanasöngur á heiði -1930

45 snúninga

  • CBEP 15 - María Markan - Sofðu sofðu góði / Nótt // Heimir / Oh, could I but express in song

LP

  • KALP 50 - María Markan - Sönglög og óperuaríur -1975
  • TE 101 - María Markan - Hljóðritanir 1929-1970 (3-LP plötu-kassi) - 1988

Hljóðfærahús Reykjavíkur

breyta

78 snúninga

  • PR 830 - María Markan - Draumalandið // Svanasöngur á heiði

Íslenskir Tónar

breyta

78 snúninga

  • IM 80 - María Markan - Söngur bláu nunnanna // Minning -1955
  • IM 81 - María Markan - Kveðja // Huldumál (Hve sælt er að heyra) -1955
  • IM 82 - María Markan - Ich schenk mein herz // The star -1955
  • IM 83 - María Markan - Seinasta nóttin // Smalavísa -1955
  • IM 84 - María Markan - Gömul þula (Það á að gefa börnum brauð) / Tí-Tí // Óli og Snati / Litlu hjónin -1955
  • IM 85 - María Markan og Sigurður Ólafsson - Við eigum samleið // María Markan - Þitt augnadjúp -1955
  • IM 86 - María Markan - Blómkrónur titra // Vorkvöld -1955

Einkaútgáfa

breyta

78 snúninga

  • Prívat PR 830 - María Markan - Draumalandið // Svanasöngur á Heiði

Tenglar

breyta