Alfreð Clausen - Gling gló

(Endurbeint frá IM 12)

Alfreð Clausen - Gling gló er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni flytur Alfreð Clausen eigin lög við texta Kristínar Engilbertsdóttur. Hljómsveitina skipa stjórnandinn Carl Billich, Josef Felzmann, Bragi Hlíðberg, Ólafur Gaukur Þórhallsson og Einar B. Waage. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Alfreð Clausen - Gling gló
Bakhlið
IM 12
FlytjandiAlfreð Clausen, Carl Billich, Josef Felzmann, Bragi Hlíðberg, Ólafur G. Þórhallsson, Einar B. Waage
Gefin út1953
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti breyta

  1. Gling gló - Lag - texti: Alfreð Clausen - Kristín Engilbertsdóttir - Hljóðdæmi
  2. Sesam, Sesam - Lag - texti: Alfreð Clausen - Kristín Engilbertsdóttir

Gling gló breyta

Lagið Gling gló eða Kling gló eins og það var kallað í auglýsingum 1953 og á plötumiða, gekk í endurnýjun lífdaga þegar Björk Guðmundsdóttir og Guðmundur Ingólfsson endurfluttu það á samnefndi plötu sem gefin var út af Smekkleysu árið 1990. Platan sem naut mikilla vinsælda inniheldur 11 lög sem gefin voru út af Íslenzkum tónum.

Forsíða nótnaheftis breyta

 
Forsíða nótnaheftis þar sem finna má þrjú danslög eftir Alfreð og Kristínu.