Alfreð Clausen - Gling gló
(Endurbeint frá IM 12)
Alfreð Clausen - Gling gló er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni flytur Alfreð Clausen eigin lög við texta Kristínar Engilbertsdóttur. Hljómsveitina skipa stjórnandinn Carl Billich, Josef Felzmann, Bragi Hlíðberg, Ólafur Gaukur Þórhallsson og Einar B. Waage. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Alfreð Clausen - Gling gló | |
---|---|
IM 12 | |
Flytjandi | Alfreð Clausen, Carl Billich, Josef Felzmann, Bragi Hlíðberg, Ólafur G. Þórhallsson, Einar B. Waage |
Gefin út | 1953 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Lagalisti
breyta- Gling gló - Lag - texti: Alfreð Clausen - Kristín Engilbertsdóttir - ⓘ
- Sesam, Sesam - Lag - texti: Alfreð Clausen - Kristín Engilbertsdóttir
Gling gló
breytaLagið Gling gló eða Kling gló eins og það var kallað í auglýsingum 1953 og á plötumiða, gekk í endurnýjun lífdaga þegar Björk Guðmundsdóttir og Guðmundur Ingólfsson endurfluttu það á samnefndi plötu sem gefin var út af Smekkleysu árið 1990. Platan sem naut mikilla vinsælda inniheldur 11 lög sem gefin voru út af Íslenzkum tónum.