1349
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1349 (MCCCXLIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Gyrðir Ívarsson varð biskup í Skálholti.
- Eysteinn Ásgrímsson varð officialis í Helgafellsklaustri.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 9. janúar - Gyðingum í Basel í Sviss safnað saman og þeir brenndir þar sem fólk taldi þá bera ábyrgð á plágunni.
- 14. febrúar - Um tvö þúsund gyðingar voru brenndir á báli í Strassborg. Alls er talið að sextán þúsund gyðingar hafi verið drepnir í borginni þetta ár.
- 24. ágúst - Svarti dauði brýst út í Póllandi.
- Svarti dauði talinn yfirstaðinn á Írlandi.
- Svarti dauði barst til Björgvinjar þegar þangað rak enskt skip og öll áhöfnin var látin úr pestinni.
- Gífurlegur manndauði í Noregi. Allir biskupar dóu nema Salómon biskup í Osló og tveir biskupar sem voru staddir í landinu, Ormur Ásláksson Hólabiskup og Jón skalli Grænlandsbiskup, og tveir sem vígðir voru í sóttinni, annar þeirra Gyrðir Ívarsson Skálholtsbiskup.
- Klemens VI páfi ógilti hjónaband jarlsins af Salisbury og Jóhönnu af Kent á þeirri forsendu að hún væri þegar gift Tómasi Holland, jarli af Kent.
- Jarðskjálfti olli miklum skemmdum í Róm. Meðal annars hrundi suðurveggur Colosseum.
- Birgitta Birgisdóttir (seinna heilög Birgitta) fór til Rómar til að telja páfann á að leyfa sér að reisa klaustur í Vadstena.
Fædd
- 9. september - Albert 3., hertogi Austurríkis (d. 1395).
Dáin
- 11. september - Bonne, fyrri kona Jóhanns 2. Frakkakonungs (f. 1315).
- 6. október - Jóhanna 2., drottning Navarra, dóttir Loðvíks 10. Frakkakonungs (f. 1312).
- William frá Ockham, enskur heimspekingur (f. 1285).