Viking 2 var annað tveggja geimfara sem sent var til Mars sem hluti af Viking-geimferðaáætluninni í umsjá NASA. Farið var samansett af lendingarfari og brautarfari.[1] Markmið Viking-verkefnisins voru að taka myndir af Mars í hárri upplausn, leita að ummerkjum lífs og greina lofthjúp og yfirborð plánetunnar.[2] Farið starfaði í þrjú ár.[3]

Mynd send frá lendingarfari Viking 2.

Viking 2 var skotið á loft þann 9. september 1975 og fór á sporbaug um Mars þann 7. ágúst 1976. Þann 3. september 1976 lenti lendingarfar Viking 2 á Mars.[2] Lendingin var því önnur heppnaða marslendingin en þá fyrstu átti lendingarfar Viking 1.[1]

Slökkt var á brautarfari Viking 2 þann 25. júlí 1978 en lendingarfarið hélt samskiptum áfram fram að 11. apríl 1980.

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. 1,0 1,1 Könnun Mars Geymt 18 september 2010 í Wayback Machine Stjörnufræðivefurinn
  2. 2,0 2,1 Viking Mission to Mars NASA (enska)
  3. Mars, kafli 14.1. Fyrri leiðangrar Geymt 22 júlí 2011 í Wayback Machine Sævar Helgi Bragason (2010). Sótt 26. maí, 2011.
   Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.