1395
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1395 (MCCCXCV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Harður vetur, kalt vor og skepnufellir, einkum þó norðanlands.
- Einn af sveinum Péturs Nikulássonar Hólabiskups, Ormur, danskur maður, drap annan biskupssvein, Gissur ljósa, í Möðruvallaklaustri og saurgaði þar með klaustrið.
Fædd
Dáin
- Sæmundur Þorsteinsson prestur á Hofi í Vopnafirði.
Erlendis
breyta- 17. maí - Sigmundur, síðar keisari hins Heilaga rómverska ríkis, varð einn konungur Ungverjalands eftir að María kona hans lést.
- 17. júní - Friðarsamningar gerðir í Lindholm-kastala í Svíþjóð milli Margrétar drottningar og Albrekts af Mecklenburg. Albrekt og sonur hans, sem höfðu verið hafðir í haldi í sex ár, fengu þá frelsi.
- 29. ágúst - Albert 4. varð hertogi Austurríkis.
Fædd
- 11. janúar - Michele af Valois, hertogaynja af Búrgund, kona Filippusar góða (d. 1422).
- Fra Angelico, ítalskur málari (d. 1455).
Dáin