Guðmundur Hannesson
Guðmundur Hannesson (f. 9. september 1866 - d. 1. október 1946) var íslenskur læknir og frumkvöðull varðandi skipulagsmál og lýðheilsu og heilbrigðismál.
Ævi
breytaGuðmundur var sonur Hannesar Guðmundssonar bónda á Guðlaugstöðum í Blöndudal og Halldóru Pálsdóttur. Hann fór í Lærða skólann og að loknu stúdentsprófi árið 1887 fór hann til náms í Kaupmannahöfn og lauk læknisprófi í janúar 1894. Hann var svo héraðslæknir í Skagafirði og sat á Sauðárkróki. Veturinn 1895-1896 fór hann erlendis í frekara nám og eftir vetrardvöl í Kaupmannahöfn varð hann héraðslæknir á Akureyri og var þar í 11 ár. Hann stofnaði félag lækna og gaf út handskrifað læknablað á árunum 1902-1904. Árið 1907 flutti hann til Reykjavíkur og varð héraðslæknir þar og kennari við Læknaskólann. Þegar Háskóli Íslands var stofnaður varð hann prófessor í líffærafræði og heilbrigðisfræði. Guðmundur var rektor HÍ 1914-1915 og 1924-1925 en á þessum tíma skiptust prófessorar skólans um að gegna embættinu.
Guðmundur var virkur í stjórnmálum og varð árið 1907 formaður flokksstjórnar Landvarnarflokksins. Hann var svo kosinn annar af tveimur alþingismönnum Húnvetninga árið 1914 en náði ekki kjöri 1916. Guðmundur var fyrstur til að stunda mannfræðirannsóknir og mannamælingar á Íslandi. Guðmundur var frumkvöðull íslenskra skipulagsmála. Rit hans Um skipulag bæja kom út 1916.
Kona Guðmundar var Karólína Margrét Sigríður Ísleifsdóttir.
Heimildir
breyta- Guðmundur Hannesson, prófessor
- Læknablaðið 100 ára Guðmundur Hannesson
- Fyrsta skurðaðgerð Guðmundar Hannessonar prófessors
- Er til íslensk þéttbýlishefð? Lesbók Morgunblaðsins, 03. mars (03.03.2001), Blaðsíða 12
- Pétur Pétursson. (2006). Deilan um Þyrna Þorsteins Erlingssonar : Guðmundur Hannesson læknir gegn guðfræðingunum Jóni Helgasyni og Haraldi Níelssyni. Ritröð Guðfræðistofnunar.
- Kristófer Eggersson, Trúargagnrýni og trúleysingjar um aldamótin 1900, Sagnir - 1. tölublað (01.06.2009) bls. 45-46
- Anna Guðmundsdóttir. (1974). Dr. Guðmundur Hannesson prófessor, bókarkafli bls. 83-108 í Faðir minn - læknirinn
- Guðmundur Hannesson. (1919). Skipulag sveitabæja. útgefandi Þorsteinn Gíslason.