Íþróttafélagið Þór Vestmannaeyjum

íþróttafélag í Vestmannaeyjum 1913-1996

Íþróttafélagið Þór var stofnað í Vestmannaeyjum 9. september 1913 af þrettán stofnfélögum í Þinghúsinu Borg á Heimagötu 3a í Vestmannaeyjum. Félagið notaðist við Hásteinsvöll til ársins 1937 en þá var tekin í notkun völlurinn við Botn við Friðarhöfn.

Íþróttafélagið Þór
Fullt nafn Íþróttafélagið Þór
Gælunafn/nöfn Þórarar
Stytt nafn ÞÓR
Stofnað 9. september 1913
Sameinað ÍBV
Leikvöllur Þórsvöllur Vestmannaeyjum
Stærð
Heimabúningur
Útibúningur

Bæði Knattspyrnufélag Vestmannaeyja og Ungmennafélag Vestmannaeyja virtust hafa misst mikinn kraft úr starfinu fljótlega í byrjun annars áratugar nítjándu aldar. Guðmundur Sigurjónsson var íþróttakennari frá Reykjavík og kom til Eyja gagngert til að halda námskeið fyrir unga fólkið í hinum ýmsu íþróttum. Guðmundur beitti sér fljótlega fyrir stofnun sérstaks íþróttafélags. Stofnfundur þessa nýja íþróttafélags var 9. september 1913 í Þinghúsinu. Stofnfélagar voru 13 og voru þar á meðal margir nafnkunnir menn í bæjarfélaginu. Markmið Þórs voru í upphafi að auka líkamlegan og andlegan mátt æskulýðs byggðarlagsins, bæði pilta og stúlkna.

Á stofnfundinum var félaginu gefið nafnið Þór, en alls komu sjö nafngiftir til greina. Ekki er getið í fundargerðarbókum hverjar hinar tillögurnar eru. Þá voru lög fyrir félagið samþykkt í 10 aðalgreinum. Í 2. gr. laganna segir: „Tilgangur félagsins er að iðka alls konar íþróttir og glæða áhuga manna á þeim.“ Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þeir Georg Gíslason, formaður, Haraldur Eiríksson, féhirðir og Sigurður Jónsson, skósmiður í Péturshúsi, var ritari.

Tveimur dögum eftir aðalfund félagsins komu stofnfélagar saman til fundar. Á fundinum var tekin ákvörðun um að senda mann til Reykjavíkur til náms. Skyldi hann taka að sér íþróttakennslu félagsins þegar hann kæmi aftur heim. Haraldur Eiríksson, fyrrverandi rafvirkjameistari, var valinn til ferðarinnar. Strax um haustið 1913 byrjuðu íþróttaæfingar félagsins, en fyrsta árið var eingöngu um að ræða íslenska glímu, sem iðkuð var. Fljótlega varð starfsemi félagsins fjölbreyttari og knattspyrna, frjálsar íþróttir, sund og leikfimiæfingar voru einnig iðkaðar.

Gefið var út félagsblað á fyrstu árum Þórs og hét það Mjölnir. Fyrsta tölublaðið var lesið upp á félagsfundi 20. janúar 1919. Þá var stofnuð sérstök kvennadeild í handknattleik 9. desember 1929.[1]

Formenn Þórs

breyta

[2]

Þann 6. maí 1945 var ákveðið að öll félög úr Vestmannaeyjum myndu keppa undir merkjum ÍBV utan héraðs. Frá og með 1996 voru félögin Þór og Týr sameinuð undir merkjum ÍBV.[3]

Heimildir

breyta
  1. Þór Í. Vilhjálmsson: Íþróttafélagið Þór 70 ára. 70 ára afmælisrit Íþróttafélagsins Þórs. 1983
  2. Íþróttafélagið Þór. Heimaslóð.
  3. Þór Í. Vilhjálmsson: Íþróttafélagið Þór 70 ára. 70 ára afmælisrit Íþróttafélagsins Þórs. 1983.