Robert Tchenguiz
Robert Tchenguiz (í. رابرت چنگیز) (f. 9. september 1960 í Teheran í Íran) er íransk/íraskur milljarðamæringur og viðskiptamaður sem sat í stjórn Exista sem átti stóran hlut í Kaupþingi fyrir bankahrunið.[1] Hann hefur sérhæft sig sem fjárfestir í fasteignum og fyrirtækjum. Árið 2007 var hann, ásamt bróður sínum Vincent, í 78. sæti yfir ríkustu einstaklinga í Bretlandi og Írlandi og voru þeir metnir á £850 milljónir breskra punda.[2] Fyrirtæki hans heitir R20. Robert er náinn vinur Philip Green sem hefur stundað viðskipti með Baugi.[3]
Ævi
breytaFaðir hans, Victor Kedourie Molaaem, var íraskur gyðingur sem var í innsta koppi íranska shahsins.[3] Victor flúði frá Írak til Íran árið 1948 og breytti ættarnafni sínu í Tchenguiz sem er vísun í Djengis Khan á persnesku.[3] Eftir írönsku byltinguna fluttist fjölskyldan til London. Robert menntaðist alþjóðlegum almenningsskóla í Teheran en hélt svo til Bandaríkjanna og lauk námi við Pepperdine-háskóla í Malibu í Kaliforníu árið 1982. Þá starfaði hann á tímabili í World Trade Center í New York og stundaði viðskipti með olíu. Robert hefur hann átt í nánu samstarfi við bróður sinn Vincent. Sagt er að faðir hans hafi gefið Vincent og Robert myndarlega fjárhæð sem þeir nýttu til fjárfestinga í fasteignum í Hammersmith-hverfinu í London. Það rétta í þessu er að faðir hans skrifaði upp á veð til banka upp á miljón punda.[3] Árið 1982 settu þeir á laggirnar Rotch Property Group sem varð með tíð og tíma stórt fasteigna-eignarhaldsfélag.[2]
Sem dæmi um nýleg viðskipti Roberts má nefna kaup ásamt öðrum í Shell-Mex House, skrifstofublokkir við Thamesá í London og kaup á 180 Shell-bensínstöðvum árið 2000 fyrir £300m sem þeir seldu 2006 fyrir £460m.[2] Í maí 2007 seldi hann og mágur hans, Vivian Imerman, hluti sína í skoska viskíframleiðandanum Whyte and Mackay til United Breweries Group á Indlandi fyrir £595 milljónir breskra punda.[4]
Robert Tchenguiz knows a good deal when he sees one. It is precisely this business acumen that has enabled him to grow an enterprise, which began with rental housing for students and tourists, into one of the most prosperous property groups in the UK. Robert Tchenguiz’s relationship with Kaupthing Singer & Friedlander is characteristic of his eye for sustainable performance. The Investment Banking division has repeatedly demonstrated just why Robert Tchenguiz calls on Kaupthing Singer & Friedlander. It is this reliability and capability to deliver on projects that keeps him coming back time and time again. Robert Tchenguiz is known among entrepreneurs for his financial savvy, unconventional funding strategies, and ability to realise a good opportunity when it presents itself. These are exactly the same qualities that make Kaupthing Singer & Friedlander his investment bank of choice. | ||
— Úr bæklingi Kaupthing Singer & Friedlander[5]
|
Tilvísanir
breyta- ↑ „Robert Tchenguiz tekur sæti í stjórn Exista“. Mbl.is. 8. febrúar 2007.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 „Rich List - Vincent and Robert Tchenguiz“. Sunday Times.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 The MT Interview: Robert Tchenguiz
- ↑ „UB Group acquires Whyte & Mackay for £ 595 m“. The Hindu Business Line.
- ↑ Kaupthing Singer & Friedlander-bæklingur
Tenglar
breyta- R20 Geymt 30 desember 2008 í Wayback Machine - vefsíða fyrirtækis Roberts
- Rotch Property Group Ltd Geymt 5 febrúar 2009 í Wayback Machine
- Exista - Robert Tchenguiz[óvirkur tengill]
- The MT Interview: Robert Tchenguiz
- The Tchenguiz Brothers - And their business pursuits Geymt 2 september 2009 í Wayback Machine (pdf)
Fréttir
breyta- Skilanefnd Kaupþings stefnir Tchenguiz
- Tchenguiz desire for Selfridges unshaken by probe
- Kaupthing sues Tchenguiz firm for £643m
- Tchenguiz kominn með rúm 5% í Exista
- Kaupþing tók áhættu með Tchenguiz og fallið var hátt
- 107 milljarða yfirdráttur til Tchenguiz
- Engin stór lán til Tchenguiz síðustu dagana fyrir fallið
- Kaupþing stefnir Robert Tchenguiz vegna 180 milljóna punda skuldar
- Tchenguiz brothers claim Kaupthing owes them £2bn
- Tchenguiz féll frá kröfu, frétt á RÚV 19. september 2011
- V Tchenguiz og Kaupþing Geymt 20 október 2011 í Wayback Machine, pistill eftir Sigrúnu Davíðsdóttur 24. september 2011