Christian Thams (9. september 186722. maí 1948) var norskur arkitekt og frumkvöðull á sviði byggingariðnaðar og námavinnslu í Noregi og Austur-Afríku, aðallega Mósambík þar sem hann rak Société du Madal sem fékkst við plantekruræktun og námavinnslu.

Hann lærði arkitektúr í Sviss og stofnaði arkitektastofur í Nice og París. Hann hannaði norska húsið á Heimssýningunni í París árið 1889 og á Kólumbusarsýningunni í Chicago 1893 sem bæði voru í sveitserstíl þótt hið síðara hafi átt að minna á stafkirkju.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.