Haukadalskirkja
Haukadalskirkja er kirkja í Skálholtsprestakalli. Hún er staðsett í Bláskógabyggð í Árnessýslu og er rúmlega tveimur kílómetrum frá Geysi og við Haukadalsskóg.
Upphaflega var Haukadalskirkja byggð árið 1843. Árið 1939 var hún endurbyggð og var vígð sunnudaginn 9. september 1940.