Jakob 4. Skotakonungur

Jakob 4. (17. mars 1473 – 9. september 1513) var konungur Skotlands frá 11. júní 1488 þangað til hann féll í bardögum árið 1513. Hann tók við konungsvaldi við dauða föður síns Jakobs 3. (v. 1460–1488) í orrustunni um Sauchieburn. Orrustan var fylgifiskur uppreisnar sem Jakob 4. tók sjálfur þátt í. Hann er yfirleitt talinn farsælasti konungur Stuart-ættar, en valdatíma hans lauk eftir átakamikinn ósigur í orrustunni um Flodden. Hann var síðasti þjóðhöfðingi í Bretlandseyjum sem féll í bardögum.

Samtímamynd af Jakob 4.

Jakob 4. giftist Margréti Tudor árið 1503 og þar með tengdi skosku krúnuna við þá ensku. Þessi tengsl leiddu til Krúnusambandsins árið 1603 þegar Elísabet 1. lést arftakalaus og barnabarnabarn Jakobs 4., Jakob 6., tók við ensku krúnunni sem Jakob 1. Englandskonungur.

Heimildir breyta


Fyrirrennari:
Jakob 3.
Skotakonungur
(14731513)
Eftirmaður:
Jakob 5.