Þingeyrakirkja

fyrsta steinkirkja á Íslandi

Þingeyrakirkja er fyrsta steinkirkja á Íslandi og stendur í Húnaþingi milli vatnanna Hóps og Húnavatns. Kirkjan var reist af Ásgeiri Einarssyni alþingismanni og var vígð árið 1877

Þingeyrakirkja.

Um miðja 19. öldina bjó Ásgeir á Þingeyrum miklu rausnarbúi og byggði kirkjuna að mestu á eigin kostnað á árunum 1864-1877. Grjót í bygginguna lét hann uxa draga á ís yfir Hópið, enda lítið um grjót í landi Þingeyra. Kirkjuhvelfingin er bogadregin, blámáluð með gylltum stjörnum sem sagðar eru 1000 að tölu. Margir fornir og merkir gripir eru í kirkjunni og einnig eru ýmsir gripir úr henni á Þjóðminjasafninu. Sonur Ásgeirs var Jón Ásgeirsson þjóðkunnur hestamaður, faðir Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp. Sverrir Runólfsson Sverresen, hlaðlistarfrömuður, byggði kirkjuna.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.