Poul Egede eða Povel Hansen Egede (9. september 17086. júní 1789) var dansk-norskur guðfræðingur, málvísindamaður og trúboði á Grænlandi. Hann átti stóran þátt í því að skapa grænlenskt ritmál.

Poul Egede.

Poul var sonur Hans Egede Grænlandstrúboða og konu hans, Gertrud Rask. Hann fæddist í Kabelvåg á Lófót í Noregi, þar sem faðir hans var þá prestur, fluttist með foreldrum sínum til Grænlands tólf ára að aldri vorið 1721, ólst þar upp og lærði grænlensku. Árið 1728 hélt hann til Danmerkur til náms og lauk guðfræðiprófi 1734. Hann var trúboði í Christianshåb 1736-1740. Þar vann hann meðal annars að þýðingum úr dönsku á grænlensku í félagi við konu sem Arnarssaq hét.

Hann sneri aftur til Danmerkur 1740 og varð prestur í Vartov. Hann gaf út fyrstu grænlensku orðabókina 1750, grænlenska málfræði 1760 og Nýja testamentið á grænlensku 1766. Hann varð forstöðumaður munaðarleysingjahælisins Vajsenhúss 1774 og árið 1779 varð hann biskup yfir Grænlandi. Hann lést í Kaupmannahöfn áttræður að aldri.

Heimildir

breyta
  • „Den Store Danske: Poul Egede. Skoðað 6. maí 2010“.